Tónlist

Tólf hundruð eldri borgarar mættu á general­prufu

Árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófu göngu sína í kvöld en fjórir tónleikar fara fram þetta árið. Tónleikarnir hafa verið haldnir síðan árið 1972. Hefð hefur skapast fyrir því að bjóða eldri borgurum á generalprufu tónleikanna.

Tónlist

„Alltaf upp á líf og dauða“

Bubbi Morthens heldur þrítugustu og áttundu Þorláksmessutónleika sína í kvöld og stefnir á að spila þar til hann verði níræður. Hann segir lykilinn felast í því að leggja sig alltaf allan fram.

Tónlist

Lög ársins 2022 að mati Loga Pedro

Frumlegheit og fjölbreytni réðu ríkjum í tónlistarheiminum árið 2022 ef marka má ýmsa álitsgjafa sem Lífið á Vísi hefur rætt við. Tónlistarmaðurinn og hönnuðurinn Logi Pedro er meðal þeirra en hér fyrir neðan deilir hann því sem honum fannst standa upp úr í tónlistinni frá árinu sem er að líða.

Tónlist

Syngur íslenskt lag í erlendri Netflix seríu

Söngkonan, lagahöfundurinn og píanóleikarinn Anna Gréta flytur íslenska lagið „Hafið syngur“ í japönsku sjónvarpsseríunni First Love sem var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í nóvember. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að heyra nánar frá verkefninu.

Tónlist

Fjölbreyttur hópur íslenskra tónlistarkvenna í uppáhaldi

Tónlistarárið 2022 var viðburðaríkt og fjölbreytt og eflaust voru ótal margir sem nutu þess til hins ítrasta að geta upplifað tónleika í margmenni á ný. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist

Uppáhalds lög Birgittu Lífar árið 2022

Árið 2022 var með sanni viðburðaríkt í tónlistinni og fjölbreytileikinn skein skært með ólíkum tónlistarstefnum sem náðu vinsældum. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að deila með lesendum hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist

Með­limur BTS hefur her­þjálfun

Hinn þrjátíu ára gamli Jin, elsti meðlimur suður-kóresku K-pop sveitarinnar hefur nú hafið herþjálfun þar í landi. Jin er fyrsti meðlimur sveitarinnar til þess að hefja þjálfun í kjölfar herkvaðningar.

Tónlist

Bestu lög ársins að mati Binna Glee

Tónlistarárið 2022 var bæði fjölbreytt og viðburðaríkt. Hérlendis sló ýmislegt í gegn, allt frá endurgerð á sígildum dægurlögum yfir í rappið, og var að öllum líkindum eitthvað sem féll í kramið hjá hverjum og einum. Lífið á Vísi heyrði í nokkrum þekktum einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á tónlist og báðum við þá að segja hvað stóð upp úr hjá þeim í tónlistinni í ár.

Tónlist

P!nk með vinsælasta lagið

Tónlistarkonan P!nk situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið sitt „Never Gonna Not Dance Again“. Lagið hefur verið á stöðugri siglingu upp listann undanfarnar vikur og er þetta í fyrsta skipti í dágóðan tíma sem hún er mætt á toppinn.

Tónlist

Mest spiluðu lögin á Spotify árið 2022

Streymisveitan Spotify gaf á dögunum út yfirlit af tónlistarárinu 2022 hjá hverjum og einum og hafa tónlistarunnendur því verið duglegir að deila sínum mest spiluðu lögum á samfélagsmiðlum. Samhliða því birti Spotify lista yfir 50 mest spiluðu lög ársins á veitunni undir heitinu „Top Tracks of 2022“.

Tónlist

Ómetanlegir styrkir fyrir íslenskar hljómsveitir í útrás

Alls sótti íslenskt tónlistarfólk um 22.8 milljónir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar bara í nóvember, en það er hærri upphæð en stærð sjóðsins hefur verið árlega fram að þessu. Alls hefur verið sótt um 145 milljónir á árinu, og enn er ein úthlutun eftir.

Tónlist

Brunaði yfir þrjú rauð ljós til að ná miðnæturkossinum

Listræna parið Júlí Heiðar og Þórdís Björk hefur komið víða að í hinum skapandi heimi tónlistar og leiklistar en var í fyrsta skipti að gefa út lag saman í dag. Lagið ber nafnið Gamlárskvöld og fjallar textinn meðal annars um það þegar Júlí gerði heiðarlega tilraun til að kyssa Þórdísi, eða Dísu eins og hún er alltaf kölluð, á miðnætti fyrstu áramótin eftir að þau byrjuðu að hittast.

Tónlist