Sögð ætla að leita á náðir Trumps Ghislaine Maxwell ætlar að biðja Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að milda dóm hennar og sleppa henni úr fangelsi. Að óbreyttu á hin að sitja inni til loka ársins 2037 en Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar hafa sent Trump bréf og sagt honum að þetta standi til. Erlent 10.11.2025 12:22
Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Saksóknarar skoða hvort ákæra eigi mann sem skaut hreingerningakonu sem hafði farið húsavillt til bana. Konan var ásamt eiginmanni sínum að þrífa hús í Whitestown í Indianapolis Í Bandaríkjunum í síðustu viku, þegar þau fóru húsavillt og var hún skotin í gegnum útidyr sem hún var að reyna að opna með röngum lykli. Erlent 10.11.2025 11:22
Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Íbúar í Nýju-Delí á Indlandi komu saman og kröfðust þess að stjórnvöld gripu til aðgerða vegna gríðarlegrar loftmengunar sem er viðvarandi vandamál í borginni. Erlent 10.11.2025 09:01
Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. Erlent 9.11.2025 10:08
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9.11.2025 07:51
Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. Erlent 9.11.2025 07:37
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. Erlent 8.11.2025 23:58
Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Minnst sex féllu í eldflauga- og drónaárásum Rússa á orkuinnviði og íbúðarhús í Úkraínu í dag. Erlent 8.11.2025 20:34
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Erlent 8.11.2025 16:50
Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Shabana Mahmood innanríkisráðherra Bretlands vill fara dönsku leiðina í innflytjendamálum. Fulltrúar ráðuneytisins voru sendir til Danmerkur til að kynna sér kerfið þar. Danir eru með einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf í Evrópu. Erlent 8.11.2025 14:53
Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Erlent 8.11.2025 09:59
Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk fyrir hönd hryðjuverkasamtaka sem aðhyllast hægri öfgahyggju en talsvert magn sprengiefni fannst á heimili eins þeirra. Erlent 7.11.2025 23:41
Trump veitir Ungverjum undanþágu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert Ungverja undanskilda refsiaðgerðum vegna kaupa á olíu frá Rússlandi, að sögn utanríkisráðherra Ungverjalands. Trump fundaði með Viktor Orbán forsætisráðherra í Hvíta húsinu í dag. Erlent 7.11.2025 22:48
Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. Erlent 7.11.2025 21:41
Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. Erlent 7.11.2025 15:08
Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Hin 24 ára gamla Julia Wandelt sem um árabil hefur sagst vera Madeilene McCann hefur verið fundin sek um áreiti í garð fjölskyldu hinnar týndu stúlku og dæmd til sex mánaða fangelsisvistar. Henni verður auk þess gert að halda sig fjarri fjölskyldunni til framtíðar. Erlent 7.11.2025 13:45
Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Guðmundur Mogensen, 41 árs hálfíslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa orðið konu um sextugt að bana í október í fyrra og fyrir tilraun til manndráps gegn annarri konu. Erlent 7.11.2025 10:51
Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Stjórnvöld í Katar eru sögð hafa ráðið tvö bresk fyrirtæki til að afla upplýsinga um konu sem hefur sakað Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC), um kynferðisbrot. Erlent 7.11.2025 07:30
Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir ákvörðun ríkisstjórnar Donald Trump um að hætta að heimila einstaklingum að velja kyn í vegabréfum. Erlent 7.11.2025 06:58
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6.11.2025 22:44
Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Lykilorðið að öryggismyndavélakerfi Louvre-safnsins þegar brotist var inn í síðasta mánuði var einfaldlega nafn safnsins. Engin öryggismyndavél sneri heldur að glugganum sem þjófarnir brutu til að komast inn. Erlent 6.11.2025 21:38
„Samlokumaðurinn“ sýknaður Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Erlent 6.11.2025 20:22
Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum. Erlent 6.11.2025 18:52
Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Austurríska leyniþjónustan segist hafa lagt hald á vopnabirgðir Hamas-samtakanna palestínsku í Vín. Mögulega hafi staðið til að nota þau til þess að fremja hryðjuverk í Evrópu. Erlent 6.11.2025 14:19