Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Margir þingmenn Demókrataflokksins í báðum deildum þings virðast mjög ósáttir við nokkra kollega sína í öldungadeildinni sem greiddu í gær atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Atkvæðin gætu leitt til þess að rekstur alríkisins vestanhafs hefjist á nýjan leik en án þess þó að Demókratar fái nokkuð fyrir mótmælin undanfarinn 41 dag. Erlent 10.11.2025 16:45
Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna höfnuðu í dag að taka fyrir dómsmál sem ætlað var að fella úr gildi stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að giftast manneskju af sama kyni. Málið á rætur að rekja allt til ársins 2015 þegar sýsluritari í Kentucky neitaði að veita samkynhneigðum pörum giftingarleyfi. Erlent 10.11.2025 15:47
Sarkozy laus úr fangelsi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, var í dag sleppt lausum úr fangelsi eftir niðurstöðu áfrýjunardómstóls. Innan við þrjár vikur eru liðnar frá því hann hóf afplánun fimm ára fangelsisdóms fyrir að hafa tekið við milljónum evra frá fyrrverandi einræðisherra Líbíu fyrir kosningabaráttu sína árið 2007. Erlent 10.11.2025 15:26
Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Vöxtur ferðaþjónustu og koma danskra hermanna virðast ætla að bjarga grænlenska þorpinu Kangerlussuaq frá því að leggjast í eyði. Það varð til vegna flugvallar og bjuggust flestir við að byggðin myndi hrynja við brotthvarf millilandaflugs í fyrra. Annað er að koma á daginn. Erlent 9.11.2025 21:51
Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Forstöðumaður og fréttastjóri breska ríkisútvarpsins hafa sagt af sér eftir að greint var frá því að við gerð heimildamyndar úr smiðju BBC Panorama hefði tveimur ræðum Donalds Trump verið skeytt saman í klippingu til að láta í veðri vaka að hann hefði hvatt til óeirðanna kenndra við sjötta janúar með beinni hætti en hann í raun gerði. Erlent 9.11.2025 18:31
Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Úkraínuher olli rafmagns- og heitavatnsleysi á fjölda heimila með drónaárásum á tvær rússneskar borgir nærri landamærum Úkraínu og Rússlands síðastliðinn sólarhring. Herir beggja landanna hafa skotið að orkuinnviðum á víxl nærri daglega að undanförnu. Erlent 9.11.2025 17:18
Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Bretar hafa orðið við aðstoðarbeiðni Belga eftir að drónar flugu inn í landhelgi Belgíu fyrr í vikunni. Sérfræðingar og búnaður frá breska flughernum eru á leið til landsins. Erlent 9.11.2025 15:03
Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Meira en níu hundruð þúsund Filippseyingar hafa rýmt heimili sín vegna ofurfellibylsins Fung-wong sem herjar á eyjaklasann. Erlent 9.11.2025 10:08
Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Þrír létu lífið og að minnsta kosti fimmtán slösuðust í risaöldum sem herjuðu á Tenerife í gær. Fjöldi ferðamanna hundsaði viðvörunarskilti vegna öldugangsins með þeim afleiðingum að sjógangurinn hreif þá með sér út í sjóinn. Erlent 9.11.2025 07:51
Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Bæjarráð Runavíkur í Færeyjum hefur samþykkt að ný sundhöll sveitarfélagsins fái heitið Bylgjan. Það er sama nafn og er þegar fyrir á íþróttahúsi sem sundhöllin er byggð við. Bæjarráðið segir að með viðbyggingunni bætist tvær nýjar bylgjur við og muni því öll íþróttamiðstöðin heita Bylgjan. Erlent 9.11.2025 07:37
Aflýsa yfir þúsund flugferðum Meira en þúsund flugferðum til, frá og innan Bandaríkjanna var aflýst í dag. Ríkisstofnunum þar í landi hefur verið lokað frá upphafi októbermánaðar og er rask á flugi undanfarna daga afleiðing þess. Erlent 8.11.2025 23:58
Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Minnst sex féllu í eldflauga- og drónaárásum Rússa á orkuinnviði og íbúðarhús í Úkraínu í dag. Erlent 8.11.2025 20:34
Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Hátt í hundrað Palestínumönnum, mikill meirihluti þeirra óbreyttir borgarar, er haldið föngum í einangrunarvist neðanjarðar þar sem þeir sjá aldrei dagsljósið. Þeir fá ekki að vera í neinu sambandi við fjölskyldur sínar eða umheiminn. Á meðal þeirra sem var nýverið sleppt er nítján ára götusali sem hafði ekki séð sólarljós frá því í janúar. Erlent 8.11.2025 16:50
Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Shabana Mahmood innanríkisráðherra Bretlands vill fara dönsku leiðina í innflytjendamálum. Fulltrúar ráðuneytisins voru sendir til Danmerkur til að kynna sér kerfið þar. Danir eru með einhverja ströngustu innflytjendalöggjöf í Evrópu. Erlent 8.11.2025 14:53
Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn James Dewey Watson, einn uppgötvenda tvöfaldrar gormbyggingar DNA og Nóbelsverðlaunahafi, er látinn, 97 ára að aldri. Rannsóknir hans á sviði erfðafræði og læknisfræði voru byltingarkenndar og langur ferill hans hafði djúpstæð áhrif á vísindin. Erlent 8.11.2025 09:59
Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk fyrir hönd hryðjuverkasamtaka sem aðhyllast hægri öfgahyggju en talsvert magn sprengiefni fannst á heimili eins þeirra. Erlent 7.11.2025 23:41
Trump veitir Ungverjum undanþágu Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert Ungverja undanskilda refsiaðgerðum vegna kaupa á olíu frá Rússlandi, að sögn utanríkisráðherra Ungverjalands. Trump fundaði með Viktor Orbán forsætisráðherra í Hvíta húsinu í dag. Erlent 7.11.2025 22:48
Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði það til skoðunar að veita Ungverjalandi undanþágu frá viðskiptaþvingunum á olíu frá Rússlandi. Hann og Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands funduðu í Hvíta húsinu í dag. Erlent 7.11.2025 21:41
Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Talsmaður Kremlar hafnar því algerlega að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra, hafi verið settur út í kuldann. Því hefur verið haldið fram að Lavrov hafi fallið í ónáð eftir að ekkert varð af fundi Vladímírs Pútín forseta og Bandaríkjaforseta í Ungverjalandi. Erlent 7.11.2025 15:08
Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Hin 24 ára gamla Julia Wandelt sem um árabil hefur sagst vera Madeilene McCann hefur verið fundin sek um áreiti í garð fjölskyldu hinnar týndu stúlku og dæmd til sex mánaða fangelsisvistar. Henni verður auk þess gert að halda sig fjarri fjölskyldunni til framtíðar. Erlent 7.11.2025 13:45
Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Guðmundur Mogensen, 41 árs hálfíslenskur karlmaður, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa orðið konu um sextugt að bana í október í fyrra og fyrir tilraun til manndráps gegn annarri konu. Erlent 7.11.2025 10:51
Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Stjórnvöld í Katar eru sögð hafa ráðið tvö bresk fyrirtæki til að afla upplýsinga um konu sem hefur sakað Karim Khan, yfirsaksóknara Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC), um kynferðisbrot. Erlent 7.11.2025 07:30
Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir ákvörðun ríkisstjórnar Donald Trump um að hætta að heimila einstaklingum að velja kyn í vegabréfum. Erlent 7.11.2025 06:58
Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Rússneskir hermenn virðast nærri því að vinna sinn stærsta sigur í rúm tvö ár. Borgin Pokrovsk, sem Rússar hafa reynt að ná úr höndum Úkraínumanna í um eitt og hálft ár og hafa þeir sent umfangsmikinn herafla á svæðið til að ná því markmiði. Erlent 6.11.2025 22:44