Fréttir

Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst

„Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins og það er að mínu mati undarlegt að forystufólk verkalýðshreyfingarinnar stígi fram til stuðnings þess. Það er ekki slæmt að dómsmálaráðuneytið vilji herða þessi skilyrði - slíkt mun vonandi styðja við heilbrigðan vinnumarkað hér á landi.“

Innlent

Tollastríð, makríll og flutningur Blóð­bankans

Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla.

Innlent

Birtist ó­vænt á þaki Hvíta hússins

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, birtist óvænt í gær á þaki Hvíta hússins þar sem hann kallaði til blaðamanna. Forsetinn varði um tuttugu mínútum á þakinu, þar sem hann var meðal annars að velta vöngum yfir væntanlegum framkvæmdum á lóð Hvíta hússins og skoða Rósagarðinn svokallaða en hann lét nýverið helluleggja stóran hluta hans.

Erlent

Yfir 400.000 til­kynningar um kyn­ferðis­of­beldi

Yfir 400 þúsund tilkynningar um kynferðisofbeldi bárust leigubílafyrirtækinu Uber á árunum 2017 til 2022, að því er fram kemur í dómsskjölum en fyrirtækið hafði áður aðeins greint frá 12.500 tilkynningum um alvarleg atvik fyrir sama tímabil.

Erlent

Minnsti þétt­leiki makríls síðan 2010

Bráðabirgðaniðurstöður nýrra mælinga Hafrannsóknastofnunar sýna að þéttleiki makríls í íslenskri landhelgi sé sá minnsti sem mælst hefur síðan leiðangur var fyrst farinn sumarið 2010. Einungis veiddist makríll austur af landinu.

Innlent

Minntust fórnar­lambanna í Híró­síma

Fjöldi fólks kom saman í hljóðri bæn í japönsku borginni Hírósíma í dag til að minnast fórnarlamba kjarnorkusprengjunnar sem Bandaríkin vörpuðu á borgina fyrir áttatíu árum.

Erlent

Blóð­bankinn á leið í Kringluna

Til stendur að flytja starfsemi Blóðbankans í svokallaðan Stóra turn í Kringlunni þar til að framtíðarhúsnæði bankans í rannsóknarhúsi nýja Landspítalans verður tilbúið.

Innlent

Dánar­or­sök Ozzy Osbourne ljós

Breska rokkstjarnan Ozzy Osbourne fékk hjartaáfall þann 22. júlí sem dró hann til dauða. Hann hafði glímt við kransæðasjúkdóm og Parkinsonsjúkdóminn um árabil.

Erlent

Flug­eldum kastað að fólki á Akur­eyri

Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum.

Innlent

Hand­tekin fyrir ölvunar­akstur eftir grænt ljós frá löggunni

Konu á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur í gær var sagt að hún væri bær til að aka þegar hún blés í áfengismæli lögreglu við Landeyjahöfn en var handtekin vegna gruns um ölvunarakstur eftir að hafa blásið á næsta eftirlitspósti, nokkrum mínútum síðar. Hún reiknar með hárri sekt og að missa ökuréttindin. Aðalvarðstjóri segir ökumenn alfarið ábyrga í tilfellum sem þessu og að áfengismælar gefi einungis vísbendingu um vínandamagn. 

Innlent

Ráð­stafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjald­séðum slóðum

Ráðherra ferðamála segir til alvarlegrar skoðunar að hafa mannaðar vaktir við Reynisfjöru þegar aðstæður eru hættulegar í fjörunni. Ákveðið hefur verið að gera frekari varúðarráðstafanir á svæðinu í kjölfar banaslyssins um helgina en í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við landeiganda og ráðherra vegna málsins.

Innlent

Boðar fund um tolla Trumps og ESB

Utanríkismálanefnd Alþingis mun á fimmtudag koma saman til að ræða fyrirhugaða tolla sem lagðir verða á Ísland af hálfu Evrópusambandsins annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar.

Innlent

Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins

Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins.

Erlent