Formaður dómaranefndar HSÍ: Rauða spjaldið hárrétt ákvörðun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2019 11:30 Formaður dómaranefndar HSÍ segir að dómarar leiks FH og Vals í Olís-deild karla hafi tekið rétta ákvörðun þegar þeir gáfu Daníel Frey Andréssyni, markverði Valsmanna, rauða spjaldið. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valsmenn voru í sókn þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en töpuðu boltanum, Daníel fór út að miðlínu, náði boltanum en lenti um leið í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að ákvörðun þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar hafi verið rétt. „Þetta var hárréttur dómur. Þetta er eins skýrt og þetta verður,“ sagði Reynir í samtali við Vísi og vísaði til reglu 8.5 í lögunum. Þar segir að markvörður sé ábyrgur fyrir að því að tryggja að ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherja og að markvörður skuli vera útilokaður ef hann a) nær boltanum, en veldur árekstri við mótherjann með hreyfingum sínum; b) nær ekki boltanum eða stjórn á honum en veldur árekstri við mótherja. Jafnframt segir að ef dómarar eru sannfærðir um að mótherjinn hefði náð boltanum ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum við aðra hvora þessara aðstæðna, eigi að dæma vítakast.Regla 8.5.Reynir segir að markvörðurinn sé í raun réttlaus um leið og hann snertir mótherja utan síns vítateigs. Ef markvörðurinn nái hins vegar boltanum án þess að snerta mótherja eigi leikurinn að halda áfram. Valur var tveimur mörkum yfir, 23-25, þegar Daníel fékk að líta rauða spjaldið. Sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið, 26-28. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar en FH í því fjórða. Daníel er uppalinn FH-ingur en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið. Handbolti Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Formaður dómaranefndar HSÍ segir að dómarar leiks FH og Vals í Olís-deild karla hafi tekið rétta ákvörðun þegar þeir gáfu Daníel Frey Andréssyni, markverði Valsmanna, rauða spjaldið. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Valsmenn voru í sókn þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en töpuðu boltanum, Daníel fór út að miðlínu, náði boltanum en lenti um leið í samstuði við FH-inginn Jakob Martin Ásgeirsson. Eftir að hafa stuðst við myndbandsupptöku sýndu dómararnir Daníel rauða spjaldið. Reynir Stefánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að ákvörðun þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar hafi verið rétt. „Þetta var hárréttur dómur. Þetta er eins skýrt og þetta verður,“ sagði Reynir í samtali við Vísi og vísaði til reglu 8.5 í lögunum. Þar segir að markvörður sé ábyrgur fyrir að því að tryggja að ekki skapist aðstæður sem geta verið hættulegar heilsu mótherja og að markvörður skuli vera útilokaður ef hann a) nær boltanum, en veldur árekstri við mótherjann með hreyfingum sínum; b) nær ekki boltanum eða stjórn á honum en veldur árekstri við mótherja. Jafnframt segir að ef dómarar eru sannfærðir um að mótherjinn hefði náð boltanum ef markvörðurinn hefði ekki brotið á honum við aðra hvora þessara aðstæðna, eigi að dæma vítakast.Regla 8.5.Reynir segir að markvörðurinn sé í raun réttlaus um leið og hann snertir mótherja utan síns vítateigs. Ef markvörðurinn nái hins vegar boltanum án þess að snerta mótherja eigi leikurinn að halda áfram. Valur var tveimur mörkum yfir, 23-25, þegar Daníel fékk að líta rauða spjaldið. Sami munur var á liðunum þegar uppi var staðið, 26-28. Valur er í 3. sæti Olís-deildarinnar en FH í því fjórða. Daníel er uppalinn FH-ingur en gekk í raðir Vals fyrir tímabilið.
Handbolti Tengdar fréttir Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03 Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sport Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Halldór Jóhann: Kveikir ekkert á takka í úrslitakeppninni Þjálfari FH segir að sínir menn hafi farið illa að ráði sínu gegn Val. 31. mars 2019 22:03
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 26-28 | Valsmenn unnu stórleikinn Valur vann tveggja marka sigur á FH, 26-28, í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla. 31. mars 2019 22:45