Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Ólafur Haukur Tómasson í KA-heimilinu skrifar 5. október 2016 21:15 Janus Daði skoraði níu mörk fyrir Hauka. vísir/ernir Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Haukar höfðu betur gegn Akureyri í botnslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld og náðu með því að fara upp fyrir Akureyri á töflunni. Lokatölur 26-29, Haukum í vil. Bæði lið hafa byrjað leiktíðina fremur illa og voru fyrir leikinn bæði með tvö stig úr fimm leikjum og þurftu því bæði á stigunum að halda þegar liðin mættust á Akureyri í kvöld. Það voru gestirnir sem innbyrðu þriggja marka sigur. Haukar voru mest allan leikinn með yfirhöndina í leiknum en Akureyri var þó aldrei langt frá. Mestur fór munurinn í sex eða sjö mörk í leiknum en töluvert jafnræði var með liðunum þó Haukar hafi átt betri rispur inn á milli og misstu aldrei niður forystu sína. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Hauka, 26-29, og nældu Haukarnir sér í mikilvæg tvö stig og skilja Akureyri eftir í botnsætinu með tvö. Andri Snær Stefánsson og Brynjar Hólm Grétarsson skoruðu sex mörk hvor fyrir Akureyri en Janus Daði var atkvæðamestur í liði Hauka með níu mörk.Sverre: Erum á réttri leið með margt„Það komu kaflar hjá okkur þar sem við missum þá pínu frá okkur og það er erfitt að vinna það upp.Það þarf allt að ganga upp og það gerði það því miður ekki hjá okkur í dag. „Við náum að minnka þetta niður í þrjú og fáum svo á okkur þrjú á einni mínútu, það gerði okkur mjög erfitt fyrir en við börðumst og gáfumst aldrei upp. Það þurftu nokkur atriði að ganga upp hjá okkur í dag til að fá eitthvað út úr þessum leik en því miður gekk það ekki upp,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar eftir tapið gegn Haukum í kvöld. Akureyri er á botni deildarinnar sem stendur með aðeins tvö stig, töp þeirra í deildinni hafa þó oft verið frekar naum og virðist sem það vanti ekki mikið upp á hjá liðinu til að komast á rétta braut. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig við erum að spila og við erum á réttri leið með ýmislegt. Við erum þar sem við erum og getum ekkert falið okkur á bakvið það en hins vegar höfum við aldrei æft með allt okkar lið og okkur vantar helling. „Menn hafa verið að koma inn og skila því sem þeir geta en við sem lið náum að taka nokkur skref áfram þá getum við gert gott,“ sagði Sverre.Gunnar: Við leggjum helmingi harðar að okkur „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna í dag og því sem við höfum verið að vinna í síðustu daga. Það er farið að skila sér inn á vellinum í dag og það gladdi mig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. Íslandsmeistararnir hafa ekki byrjað leiktíðina vel og voru aðeins að næla sér í sitt fjórða stig í vetur með því að vinna á Akureyri í kvöld. Gunnar segir að það skuli ekki horfa of mikið á hið liðna heldur leggja hart að sér við að bæta spilamennskuna. „Við græðum ekkert á að kíkja í baksýnis spegilinn, það sem er búið er búið og við tökum skref fram á við í dag og höldum áfram að bæta okkur. Við vorum ekki nógu góðir og í stað þess að leggjast í gólfið þá leggjum við helmingi harðar í að bæta okkur og það skilaði sér í dag. Það er fullt af leikjum framundan og við þurfum að halda áfram,“ sagði Gunnar. Gunnar telur mikilvægt að liðið haldi nú dampi og byggi á þessum sigri. „Við áttum góða frammistöðu í dag, áttum góða frammistöðu á móti Selfossi en duttum svo niður og verðum að passa okkur á að halda fókus og halda áfram að bæta okkur,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti