Árni Steinn og Einar í Selfoss Stefán Árni Pálsson skrifar 7. maí 2016 17:46 Árni Steinn og Einar ásamt Magnúsi Matthíassyni, formanni Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss í dag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska. Selfoss komst upp í Olís-deildina í vikunni eftir rosalegt einvígi við Fjölni. Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka. Einar hefur verið á láni hjá ÍBV undanfarin tvö ár. „Hún er ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma heim, fara í skólann, fá meðhöndlun hjá Jónda og ná mér alveg. Svo þegar Selfoss komst upp á miðvikudaginn þá breyttust plönin aðeins, og ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur heim. Það er miðað við að ég geti verið kominn í fullan kontakt um miðjan október en ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær ég spila fyrsta leik. Það verður fyrir jól," segir Árni í samtali við sunnlenska.is. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi leiktíð og mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn. Það var stuttur fyrirvari á þessu og ég er búinn að eiga tvö frábær tímabil hjá ÍBV. Fyrir mér var þetta alltaf annað hvort ÍBV eða Selfoss. Ég kann ótrúlega vel að meta allt sem Eyjamenn hafa gert fyrir mig og ég hef bætt mig sem handboltamaður og lært mikið þar. Ég kveð þá með sorg og söknuði því ég vildi gjarnan vera þar áfram. Ég átti mjög erfitt með mig í dag og í gær en á endanum tel ég að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Einar í samtali við sunnlenska.is. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Selfoss þegar liðið fór upp og það er ánægjulegt að liðið sé komið aftur í efstu deild þar sem það á heima. Það skiptir máli núna að fara ekki aftur niður, halda liðinu uppi. Það hlýtur að vera fyrsta markmið liðsins. Það er klárlega mikill munur á deildunum þannig að við verðum að leggja okkur alla fram.“ Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Handknattleiksmennirnir Árni Steinn Steinþórsson og Einar Sverrisson skrifuðu báðir undir tveggja ára samning við Selfoss í dag og munu leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska. Selfoss komst upp í Olís-deildina í vikunni eftir rosalegt einvígi við Fjölni. Árni kemur til liðsins frá Sönderjyske í Danmörku þar sem hann hefur verið í eitt ár, en áður var hann í fjögur ár í röðum Hauka. Einar hefur verið á láni hjá ÍBV undanfarin tvö ár. „Hún er ástæðan fyrir því að ég ákvað að koma heim, fara í skólann, fá meðhöndlun hjá Jónda og ná mér alveg. Svo þegar Selfoss komst upp á miðvikudaginn þá breyttust plönin aðeins, og ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur heim. Það er miðað við að ég geti verið kominn í fullan kontakt um miðjan október en ég get ekki sagt nákvæmlega til um það hvenær ég spila fyrsta leik. Það verður fyrir jól," segir Árni í samtali við sunnlenska.is. „Ég er mjög spenntur fyrir komandi leiktíð og mjög glaður að þetta hafi gengið í gegn. Það var stuttur fyrirvari á þessu og ég er búinn að eiga tvö frábær tímabil hjá ÍBV. Fyrir mér var þetta alltaf annað hvort ÍBV eða Selfoss. Ég kann ótrúlega vel að meta allt sem Eyjamenn hafa gert fyrir mig og ég hef bætt mig sem handboltamaður og lært mikið þar. Ég kveð þá með sorg og söknuði því ég vildi gjarnan vera þar áfram. Ég átti mjög erfitt með mig í dag og í gær en á endanum tel ég að ég hafi tekið rétta ákvörðun,“ sagði Einar í samtali við sunnlenska.is. „Ég var mjög ánægður fyrir hönd Selfoss þegar liðið fór upp og það er ánægjulegt að liðið sé komið aftur í efstu deild þar sem það á heima. Það skiptir máli núna að fara ekki aftur niður, halda liðinu uppi. Það hlýtur að vera fyrsta markmið liðsins. Það er klárlega mikill munur á deildunum þannig að við verðum að leggja okkur alla fram.“
Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira