Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 23-24 | Sjóðheitir Gróttumenn tóku Valsmenn Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 11. febrúar 2016 20:45 Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu. vísir/vilhelm Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Grótta vann magnaðan sigur, 24-23, á Valsmönnum í Valshöllinni í kvöld. Frábær sigur hjá baráttuglöðum Gróttumönnum. Mikið jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks og var jafnt á öllum tölum. Geir Guðmundsson bar uppi sóknarleik Vals og gerði hann sjö mörk í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Gróttu réðu ekkert við hann en gestirnir voru aftur á móti að leika vel. Þeir stöðvuðu aðra leikmenn Vals og þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var Grótta tveimur mörkum yfir 11-9. Þeir leiddi leikinn með einu í hálfleik, 14-13. Grótta byrjaði síðari hálfleikinn virkilega og voru ótrúlega ákveðnir í sínum aðgerðum sóknarlega. Lárus Helgi Ólafsson varð vel í marki gestanna og það gekk allt upp. Valsmenn aftur á móti voru að flýta sér allt of mikið og það var eins og þeir ætluðu sér að skora tvö mörk í hverri sókn. Þegar um þrettán mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum var staðan orðin 19-15 fyrir Gróttu. Gestirnir voru einfaldlega betri í þessum leik. Þeir voru frábærir varnarlega og Valsmenn réðu ekkert við þá. Lárus Helgi Ólafsson var flottur í markinu hjá Gróttu og að lokum vann Grótta eins marks sigur 24-23 en sigur þeirra var ekki í hættu undir lokin. Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Aron Dagur Pálsson var góður í liði Gróttu með sex mörk en Geir Guðmundsson var með átta hjá Val. Grótta er því komið með 20 stig en Valsmenn með 30 stig. Gunnar: Náðum að stöðva hraðaupphlaupin þeirraGunnar Andrésson„Ég er alveg hrikalega sáttur með þennan sigur og bara hvernig liðið spilaði vel sem ein heild,“ segir Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, eftir leikinn. „Liðheildin var ótrúlega sterk. Við fórum inn í leikinn með ákveðið plan sem við héldum allan tímann. Það var vissulega byrjað að draga aðeins að okkur þegar tíu mínútur voru eftir og ég keyrði á frekar fáum mönnum.“ Gunnar segir að það hafði því verið ótrúlega vel gert að klára leikinn. „Við vissum fyrir leik að Valur væri með hrikalega sterkt hraðaupphlaupslið. Þegar við náum að taka þau vopn úr þeirra höndum þá eigum við góðan möguleika.“ Hann segir að liðið hafi æft gríðarlega vel í landsliðspásunni og ungu strákarnir eru að koma virkilega vel inn í liðið núna eftir áramót. Óskar: Þeir voru með frumkvæðið allan leikinnÓskar Bjarni.„Grótta var bara með frumkvæðið allan leikinn og þeir voru bara betri, þannig er það núna bara,“ sagði mjög svo svekktur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Óskarsson. „Við náðum engum þéttaleika í varnarleikinn og náðum þar af leiðandi engum hraðaupphlaupum. Við náðum ekki að brjóta á þeim eða þvinga þá í erfið skot.“ Óskar segir að leikmenn Gróttu hafi bara stjórnað leiknum allan tímann. „Vörnin kom í seinni hálfleiknum en þá var bara sóknarleikurinn mjög lélegur. Lalli var síðan að verja vel hjá þeim. Það voru bara allt of fáir hjá okkur sem áttu góðan leik í dag, það var kannski Geir [Guðmundsson] í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir.“ „Hvernig liðið spilaði sem heild sóknarlega var einnig ekki nægilega gott og það var bara margt sem var að í dag.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira