Ísland í dag

Fréttamynd

Þrettán konur höfðu sam­band svo að nauðgarinn færi í fangelsi

Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert.

Innlent
Fréttamynd

Skaut mink í eld­húsi í Garða­bæ

Meindýraeyðirinn Steinar Smári Guðbergsson byrjaði í faginu því hann vildi hefna sín á köngulónni sem beit hann í æsku. Hann er vinsæll meindýraeyðir og getur farið í allt að þrettán útköll á dag út af silfurskottum.

Lífið
Fréttamynd

Fjallar ekki um eitur­lyf í dýrðar­ljóma

Splunkuný rödd reið röftum í íslensku tónlistarsenunni í sumar og kom eins og stormsveipur inn í bransann með plötu og lögum þar sem er rappað og sungið hispurslaust um ofbeldismenn, kynlíf, kúreka, oxy fráhvörf, kók línur inn á klósetti og edrúmennsku án þess að skafað sé af því.

Lífið
Fréttamynd

Al­veg sama þótt hann tapi mörgum milljónum

Íslenskur karlmaður sem nýlega seldi íbúð sína og setti allan peninginn í rafmynt segist hafa fengið vitrun um að hann ætti að læra á peninga og verða ríkun. Gangi planið ekki eftir þá læri hann dýrmæta lexíu og haldi áfram. Hann hafi engu að tapa.

Lífið
Fréttamynd

Vildi frekar hafa David Hasselhoff upp­á vegg en Jón Ólafs

Þótt ótrúlegt megi virðast eru tuttugu ár síðan að Hildur Vala Einarsdóttir vann Idol stjörnuleit. Hún varð landsþekkt nánast á einni nóttu og gerir upp þennan tuttugu ára feril á tónleikum í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld.

Lífið
Fréttamynd

Mýtur um fjár­mál: Hræddur við YOLO-viðhorf Ís­lendinga

„Það er ekki þannig að lífið gangi út á að skilja eftir stærsta dánarbúið. Það er ekki stigatafla í kirkjugarðinum og það er heldur ekki verið að halda bókhald um það hver leyfði sér aldrei neitt og sá vinnur leikinn,“ segir fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson í viðtali við Ísland í dag.

Lífið
Fréttamynd

Býr beint fyrir neðan barns­móður sína

Fjórða mynd Hlyns Pálmasonar, Ástin sem eftir er, hefur verið valin sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026. Í Íslandi í dag var rætt við aðalleikarana og Hlyn Pálmason sem segir myndina eina þá persónulegustu sem hann hefur gert. Sverrir Guðnason segist tengja við umfjöllunarefni myndarinnar en hann á þrjú börn og er í miklum samskiptum við barnsmóður elstu dætra hans.

Lífið
Fréttamynd

Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar

Björg Ingadóttir er einn af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Hún dvelur mikið í sumarbústað sínum í Borgarfirði sem er vægast sagt óhefðbundinn. Bústaðurinn er 38 fermetrar og með útisturtu í skjóli sem gert er úr torfi en hún notar einnig óhefðbundnar aðferðir við hönnun, meðal annars á innsetningarfötum Höllu Tómasdóttur.

Lífið
Fréttamynd

Hús­gögn úr af­göngum og fiskar í gos­brunninum

Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni

Jóna Elísabet Ottesen lamaðist fyrir neðan bringu eftir bílslys árið 2019. Hún er ákveðin í að fá aftur styrk í hendur og fingur. Þar sem nýjasta tækni við endurhæfingu er ekki aðgengileg hér á landi setur Jóna stefnuna á taugaendurhæfingu á Spáni til að öðlast kraftinn á ný. 

Lífið
Fréttamynd

„Pabbi minn vakir yfir mér“

„Fyrir réttu manneskjuna getur rétta snertingin á réttum tíma verið frábær,“ segir tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir, eða Ásdís, þegar hún lýsir laginu sínu Touch Me sem hefur klifið upp vinsældarlista Bylgjunnar síðustu vikur.

Lífið