Edduverðlaunin

Fréttamynd

Stöð 2 fær átta tilnefningar til Eddunnar

Átta tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 tengjast Stöð 2. Fréttaskýringarþátturinn Kompás er tilnefndur í flokknum Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kompás hlaut verðlaunin í fyrra. Gamanþáttaröðin Næturvaktin fær tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni og handrit. Pétur Jóhann Sigfússon fær einnig tilnefningu fyrir hlutverk sitt í þáttunum.

Innlent
Fréttamynd

Tilnefningar til Edduverðlauna 2007

Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 voru kynntar fyrir stundu. Verðlaunin verða afhent í níunda sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica 11. nóvember næstkomandi. Það eru meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar sem kjósa úr hópi tilnefndra, en þeir telja um 700 manns.

Innlent
Fréttamynd

Eddutilnefningar 2007: Handrit ársins

Guðný Halldórsdóttir / Veðramót - Ragnar Bragason, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Víkingur Kristjánsson og Leikhópurinn / Foreldrar - Jón Ævar Gríimsson, Jón Gnarr, Jörundur Ragnarsson, Pétur Jóhann Sigfússon og Ragnar Bragason / Næturvaktin

Innlent
Fréttamynd

Valnefndarmenn Eddunnar hafa orðið fyrir áreitni

"Að menn tilnefni sjálfa sig? Það er auðvitað ekki um það að ræða,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarmaður í kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni. Nokkur ólga er meðal kvikmyndagerðarmanna því stjórnin hefur ákveðið að gefa ekki út opinberlega hverjir skipa hverja valnefnd, þeirra sem völdu hverjir hlutu tilnefningu til Edduverðlauna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Voksne mennesker með fern verðlaun

Kvikmyndin Voksne mennesker hlaut fern EDDU-verðlaun, þar á meðal sem kvikmynd ársins, en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Nordica Hótel í kvöld. Silvía Nótt var valin sjónvarpsmaður ársins. Þetta er í sjöunda sinn sem EDDU-verðlaunin eru veitt. Forval fór fram hér á Vísi og giltu atkvæði Vísisnotenda 30% á móti atvkæðum akademíunnar. Þá fór val á sjónvarpsmanni ársins fram á Vísi og hjá Gallup auk þess sem kosið var um sérstök hvatningarverðlaun Landsbanka Íslands.

Lífið
Fréttamynd

3 Myndir keppa um hvatningarverðlaun Landsbankans

Eins og fram hefur komið var mikil þátttaka í stuttmyndakeppni IKSA, Íslensku kvikmynda- og Sjónvarpsakademíunnar. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og valið þrjá myndir sem keppa nú um hin veglegu Hvatningarverðlaun Landsbankans. Kosning er hafin hér á Vísi og stendur til kl. 16:00 föstudaginn 11. nóvember. Atkvæði Vísisnotenda gilda 35% á móti 65% vægi dómnefndar. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Edduhátíðinni í beinni útsendingu sunnudaginn 13. nóvember næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Kvikmyndaveisla í Regnboganum

Boðið verður upp á sannkallaða kvikmyndaveislu í Regnboganum næstkomandi fimmtudag í tengslum við EDDU-verðlaunahátíðina. Fjórar úrvalsmyndir, sem allar hlutu tilnefningu til EDDU-verðlauna í ár, verða sýndar.

Lífið
Fréttamynd

Handhafar Eddu 2004

Edduverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á hótel Nordica þann 14. nóvember 2004. Hlaut kvikmyndin Kaldaljós flest verðlaun. Heiðursverðlaun ÍKSA 2004 hlaut Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildamynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Latibær með flestar tilnefningar

Tilnefningar til Edduverðlaunanna voru kynntar á blaðamannafundi í hádeginu í dag. Latibær fær flestar tilnefningar eða fimm talsins; Strákarnir okkar, One Point O og Voksne mennesker fá fjórar hver og Stelpurnar og Reykjavíkurnætur þrjár hver. Önnur verk fá tvær eða færri. Stöð2 hlýtur flestar tilnefningar vegna sjónvarpsefnis.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tilnefningar til Eddunnar: Heimildamynd ársins

Fimm myndir hlutu tilnefningu í flokknum "Heimildamynd ársins." RITHÖFUNDUR MEÐ MYNDAVÉL eftir Helgu Brekkan, RAGNAR Í SMÁRA eftir Guðnýju Halldórsdóttur, AFRICA UNITED eftir Ólaf Jóhannesson, UNDIR STJÖRNUHIMNI. eftir Helga Felixson og Titti Johnson og GARGANDI SNILLD eftir Ara Alexander.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kaldaljós kom sá og sigraði

Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson krækti í fimm verðlaun á Edduverðlaunahátíðinni sem haldin var á Hótel Nordica. Kaldaljós var valin mynd ársins, Ingvar E. Sigurðsson var valinn besti leikarinn og Kristbjörg Kjeld besta leikkonan í aukahlutverki. Hilmar Oddsson fékk einnig verðlaun fyrir leikstjórn Kaldaljóss og Sigurður Sverrir Pálsson fyrir besta hljóð og mynd.

Bíó og sjónvarp