Mál Mohamad Kourani

Fréttamynd

Hegðun Helga kunni að skýra skort á sím­tölum

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir alrangt að hótanir í garð fyrrverandi vararíkissaksóknara og fjölskyldu hans hafi ekki verið teknar alvarlega. Hún geti ekki svarað fyrir aðra starfsmenn embættisins, en geti sér til um það að framkoma hans og ummæli sem hann hefur látið falla kunni að skýra hvers vegna hann hafi ekki fengið símtöl frá fyrrum samstarfsfólki sínu eftir að hann lét af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk ekkert sím­tal frá gömlu vinnu­fé­lögunum

Helgi Magnús Gunnarsson, fyrrverandi vararíkissaksóknari, segir að fyrrverandi samstarfsmenn sínir hafi flykt sér á bak við Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara og sleikt hana upp eftir að deilurnar hófust þeirra á milli. Hann hefur ekkert heyrt frá þeim eftir að tilkynnt var um starfslok hans eftir þrettán ára samstarf. 

Innlent
Fréttamynd

Kourani sótti um náðun af heil­brigðis­á­stæðum

Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot.

Innlent
Fréttamynd

„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“

Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég mun ekki sjá eftir honum“

„Megi hann fara og vera en ég vona svo sannarlega að hann komi aldrei aftur til Íslands,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkssaksóknari um nýjustu vendingar í máli Mohamads Kourani. Helgi, sem sætti líflátshótunum frá Kourani í mörg ár, er þó viss um að Kourani komist áfallalaust inn í landið á ný reyni hann það.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir náðun Kouranis og brott­vísun strax á morgun

Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028

Innlent
Fréttamynd

Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár

Mohamad Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig mun hann losna við helming refsingarinnar en fær ekki að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár.

Innlent
Fréttamynd

Átta ára fangelsis­vist stað­fest

Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota.

Innlent
Fréttamynd

Sakamálin sem skóku þjóðina

Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést.

Innlent
Fréttamynd

Kallar eftir sams konar úr­ræði og Breivik og á­rásar­maður hennar sæta

Ingunn Björnsdóttir, dósent við Óslóarháskóla og brotaþoli fólskulegrar hnífstunguárás í sama skóla, segir íslenskt réttarkerfi ráðþrota þegar kemur að alvarlegum ofbeldismálum. Sá sem stakk hana sætir svokölluðu „forvaring“, refsiúrræði í Noregi sem heimilar yfirvöldum að halda afbrotamönnum í vistun eftir afplánun fangelsisdóms. Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sætir sama úrræði.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis annarra vegna…

Ég hef undanfarið rúmt ár fylgst af töluverðum áhuga með vaxandi fjölda manndrápsmála og manndrápstilrauna á Íslandi, og því hvernig íslenska dómskerfið virðist dálítið ráðþrota í slíkum málum.

Skoðun
Fréttamynd

Dóms­mála­ráð­herra hafi ekki staðið með tjáningar­frelsinu

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir þungu fargi létt af sér eftir að dómsmálaráðherra tilkynnti að hann yrði ekki leystur frá störfum. Hann segist þó ekki ánægður með rökstuðning dómsmálaráðherra og að hún hafi ekki staðið með tjáningarfrelsinu. Ríkissaksóknari segir ekki unnt að upplýsa um næstu skref að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Vand­ræða­saga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingar­tussa“ og Face­book-þumallinn

„Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Hneykslast á á­kvörðun ríkis­sak­sóknara

Þingmenn og fyrrverandi hæstaréttardómari eru á meðal þeirra sem hneykslast á ákvörðun ríkissaksóknara, um að leggja til við ráðherra að hann taki mál hans til skoðunar, og vísi honum tímabundið frá störfum.

Innlent
Fréttamynd

Vonar að ráð­herra verði ekki við ósk Sig­ríðar

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari telur ekki að Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sé til þess bær að veita honum áminningu í starfi. Það vald liggi hjá dómsmálaráðherra. Hann segist vona að dómsmálaráðherra taki ekki til greina ósk Sigríðar um að taka mál hans til skoðunar, og vísa honum tímabundið frá störfum.

Innlent
Fréttamynd

Hátt­semi Helga nái aftur til 2017

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir áminningu sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hlaut árið 2022 hafa snúið að nokkrum tilvikum um tjáningu hans, sem nái aftur til ársins 2017. Sigríður telur sér ekki heimilt að upplýsa nánar um þessi tilvik. Hún segir kæru á hendur Helga frá hjálparsamtökum hælisleitenda ekki tilefni þess að hún vísar máli Helga nú til ráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Helgi segir lítinn sóma að fram­göngu ríkis­sak­sóknara

Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. 

Innlent
Fréttamynd

Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu.

Innlent
Fréttamynd

Skorar á Guð­rúnu að fallast ekki á lausn Helga frá störfum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins skorar á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að fallast hvorki á varanlega né tímabundna lausn Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara frá störfum vegna ummæla hans um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Frétti á eftir sam­starfs­fólki að ekki væri óskað eftir vinnu­fram­lagi

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin.

Innlent
Fréttamynd

Mohamad vill flytja af landi brott

Mál Mohamad Thors Jóhannessonar – áður Kourani – hafa vakið gríðarlega athygli á Íslandi. Hann var dæmdur í átta ára fangelsi í héraði en hefur áfrýjað þeim úrskurði. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið af uppátækjum hans, hótunum og afbrotum.

Innlent
Fréttamynd

Frum­varp um sviptingu verndar lítur dagsins ljós í haust

Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp sem myndi gera yfirvöldum kleift að svipta fólk alþjóðlegri vernd, gerist það uppvíst að alvarlegum afbrotum. Hún leggur frumvarpið fram í haust, en það myndi aðeins gilda um afbrot framin eftir að lögin taka gildi.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2