Sendiráð á Íslandi Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. Erlent 9.6.2023 13:50 Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. Innlent 9.6.2023 11:12 Áttatíu flóttamenn flytja í gamla bandaríska sendiráðið Allt að áttatíu flóttamenn munu búa í húsunum sem áður hýstu sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg næstu tvö árin. Miðast er við að dvalartími einstaklings í húsnæðinu verði sex mánuðir. Innlent 22.2.2023 14:43 Fyrstu rannsóknir benda til að efnið hafi verið hættulaust Fyrstu niðurstöður greiningar Háskóla Íslands á innihaldi sendingarinnar sem var fjarlægð úr bandaríska sendiráðinu í gær sýna fram á að innihaldið sé hættulaust. Innlent 5.1.2023 12:20 Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Innlent 4.1.2023 17:12 Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Innlent 4.1.2023 14:17 Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. Innlent 23.12.2022 19:20 „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. Innlent 19.12.2022 22:01 Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag. Innlent 23.11.2022 23:53 Bandaríkjamönnum ráðlagt að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu. Innlent 23.11.2022 14:33 Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Innlent 7.10.2022 10:37 Sendiráðið við Laufásveg hýsi flóttafólk Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni. Innlent 6.10.2022 06:54 Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Menning 26.9.2022 10:23 „Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Innlent 24.8.2022 15:12 Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. Innlent 11.8.2022 11:19 Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. Innlent 10.8.2022 12:05 Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. Innlent 16.6.2022 13:31 Vilja breyta gamla bandaríska sendiráðinu í íbúðahús Unnið er að því að leggja lokahönd á sölu gamla sendiráðshúss Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík til nýrra eigenda sem vilja kanna hvort að leyfi fáist til að breyta húsnæðinu í íbúðahús. Innlent 5.5.2022 07:57 Borgaryfirvöld samþykkja Kænugarð og Kýiv-torg skammt frá sendiráði Rússa Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í morgun að nefna torgið á horni Garðastrætis og Túngötu Kænugarð. Til að koma til móts við óskir um notkun úkraínsks heitis höfuðborgarinnar mun það einnig verða kallað Kýiv-torg. Innlent 27.4.2022 12:38 Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu heiti Kænugarður Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að torg á horni Garðastrætis og Túngötu verði héðan í frá kennt við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Innlent 26.4.2022 19:11 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ Innlent 22.4.2022 14:05 Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Innlent 8.4.2022 20:31 Tennisvöllur Kínverja í Garðastræti má muna sinn fífil fegurri Það er óhætt að segja að umdeildur tennisvöllur við Garðastræti 41 sé kominn til ára sinna. Völlurinn var byggður af kínverska sendiráðinu á Íslandi í upphafi aldarinnar í óþökk nágranna. Lítil starfsemi er í húsinu og enginn sést með tennisspaða í hönd í mjög langan tíma. Innlent 6.4.2022 09:00 Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. Skoðun 11.3.2022 13:00 Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. Innlent 9.3.2022 16:39 „Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. Innlent 3.3.2022 21:01 Skemmdarverk unnin á rússneska sendiherrabústaðnum Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík. Lögreglu barst tilkynning fyrir hádegi í dag um að spreyjað hafi verið á vegg sendiherrabústaðsins. Innlent 3.3.2022 14:23 Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. Innlent 2.3.2022 20:01 Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. Innlent 2.3.2022 08:39 Besta saunan í Breiðholtinu Saunan í Breiðholtslaug er sú besta í Reykjavík, samkvæmt úttekt finnska sendiráðsins á Íslandi. Lífið 27.2.2022 19:41 « ‹ 1 2 3 ›
Hvetur önnur ríki til að fara að fordæmi Íslendinga Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag þakkir til Þórdísar Kolbrúnu R. Gylfadóttur, utanríkisráðherra Íslands. Það gerði hann vegna ákvörðunar Íslendinga að leggja niður starfsemi í sendiráðinu í Rússlandi og krefjast þess að Rússar takmarki umsvif sín hér á landi. Erlent 9.6.2023 13:50
Loka sendiráðinu í Moskvu og takmarka umsvif Rússa hérlendis Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur ákveðið að leggja niður starfsemi sendiráðs Íslands í Moskvu frá 1. ágúst næstkomandi. Þá hefur sendiherra Rússlands hér á landi verið tjáð að gert sé ráð fyrir að Rússland minnki fyrirsvar sitt þannig að sendiherra stýri ekki lengur sendiráði Rússlands í Reykjavík. Sömuleiðis hefur Rússlandi verið gert að lágmarka starfsemi sendiráðsins á Íslandi til samræmis við þessa ákvörðun. Innlent 9.6.2023 11:12
Áttatíu flóttamenn flytja í gamla bandaríska sendiráðið Allt að áttatíu flóttamenn munu búa í húsunum sem áður hýstu sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg næstu tvö árin. Miðast er við að dvalartími einstaklings í húsnæðinu verði sex mánuðir. Innlent 22.2.2023 14:43
Fyrstu rannsóknir benda til að efnið hafi verið hættulaust Fyrstu niðurstöður greiningar Háskóla Íslands á innihaldi sendingarinnar sem var fjarlægð úr bandaríska sendiráðinu í gær sýna fram á að innihaldið sé hættulaust. Innlent 5.1.2023 12:20
Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Innlent 4.1.2023 17:12
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. Innlent 4.1.2023 14:17
Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega Rússneska sendiráðið gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra harðlega fyrir ummæli sem hún lét falla í sjónvarpsþætti í vikunni. Í þættinum gagnrýndi ráðherra rússnesk stjórnvöld en sendiráðið vísar ummælunum á bug. Innlent 23.12.2022 19:20
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. Innlent 19.12.2022 22:01
Bretum líka ráðlagt að fara varlega í miðborginni Breska sendiráðið hvetur breska ferðamenn á leið til Reykjavíkur að fara varlega í miðborginni. Sendiráðið fetar í fótspor þess bandaríska, sem sendi frá sér sambærilega viðvörun fyrr í dag. Innlent 23.11.2022 23:53
Bandaríkjamönnum ráðlagt að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu. Innlent 23.11.2022 14:33
Nýr sendiherra Bandaríkjanna afhenti forseta trúnaðarbréf Carrin Patman, nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta trúnaðarbréf í gær. Sendiherralaust hefur verið frá því að umdeildur forveri Patman lét af embættinu í janúar í fyrra. Innlent 7.10.2022 10:37
Sendiráðið við Laufásveg hýsi flóttafólk Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni. Innlent 6.10.2022 06:54
Veislugestir í sendiráðinu í Vín steinhissa á píanóspili Snorra Myndlistarmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Snorri Ásmundsson kom virðulegum menningarvitum í Austurríki í opna skjöldu með Vínartónleikum sínum. Menning 26.9.2022 10:23
„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg. Innlent 24.8.2022 15:12
Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. Innlent 11.8.2022 11:19
Kænugarður vígður við rússneska sendiráðið Torgið Kænugarður á horni Garðastrætis og Túngötu var formlega vígt við fjölmenna athöfn í morgun. Torgið nærri rússneska sendiráðinu. Innlent 10.8.2022 12:05
Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu. Innlent 16.6.2022 13:31
Vilja breyta gamla bandaríska sendiráðinu í íbúðahús Unnið er að því að leggja lokahönd á sölu gamla sendiráðshúss Bandaríkjanna við Laufásveg í Reykjavík til nýrra eigenda sem vilja kanna hvort að leyfi fáist til að breyta húsnæðinu í íbúðahús. Innlent 5.5.2022 07:57
Borgaryfirvöld samþykkja Kænugarð og Kýiv-torg skammt frá sendiráði Rússa Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi í morgun að nefna torgið á horni Garðastrætis og Túngötu Kænugarð. Til að koma til móts við óskir um notkun úkraínsks heitis höfuðborgarinnar mun það einnig verða kallað Kýiv-torg. Innlent 27.4.2022 12:38
Torgið á horni Garðastrætis og Túngötu heiti Kænugarður Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur lagt fram tillögu þess efnis að torg á horni Garðastrætis og Túngötu verði héðan í frá kennt við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu. Innlent 26.4.2022 19:11
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ Innlent 22.4.2022 14:05
Hengdu blóðugar dúkkur á grindverk sendiráðs Rússlands Úkraínskar konur sem búa hér á landi stilltu upp blóðugum dúkum við rússneska sendiráðið í Reykjavík í dag og vilja að sendiherra Rússlands verði vísað úr landi. Utanríkisráðherra útilokar ekki að það verði gert. Innlent 8.4.2022 20:31
Tennisvöllur Kínverja í Garðastræti má muna sinn fífil fegurri Það er óhætt að segja að umdeildur tennisvöllur við Garðastræti 41 sé kominn til ára sinna. Völlurinn var byggður af kínverska sendiráðinu á Íslandi í upphafi aldarinnar í óþökk nágranna. Lítil starfsemi er í húsinu og enginn sést með tennisspaða í hönd í mjög langan tíma. Innlent 6.4.2022 09:00
Sendiráð Rússneska sambandsríkisins, Úkraínugötu 33 Víða um Evrópu eru götur, þar sem sendiráð Rússlands standa, nú endurnefndar til heiðurs frelsisbaráttu Úkraínu. Skoðun 11.3.2022 13:00
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. Innlent 9.3.2022 16:39
„Þetta er allt af völdum eins brjálaðs manns“ Vinkonur frá Úkraínu og Rússlandi sem búa í Hveragerði stóðu hlið við hlið í mótmælum fyrir utan rússneska sendiráðið í Reykjavík í morgun. Þær segja stríðið vera þeim ákaflega þungbært. Innlent 3.3.2022 21:01
Skemmdarverk unnin á rússneska sendiherrabústaðnum Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík. Lögreglu barst tilkynning fyrir hádegi í dag um að spreyjað hafi verið á vegg sendiherrabústaðsins. Innlent 3.3.2022 14:23
Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar. Innlent 2.3.2022 20:01
Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti. Innlent 2.3.2022 08:39
Besta saunan í Breiðholtinu Saunan í Breiðholtslaug er sú besta í Reykjavík, samkvæmt úttekt finnska sendiráðsins á Íslandi. Lífið 27.2.2022 19:41