Þór Akureyri

Fréttamynd

KA/Þór með fullt hús stiga

Sameiginlegt lið KA og Þórs er enn með fullt hús stiga í Olís deild kvenna í handbolta eftir að hafa sótt 27-25 sigur gegn Selfossi í þriðju umferðinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Spenntur að spila aftur í Vest­manna­eyjum

Kári Kristján Kristjánsson er orðinn leikmaður Þórs á Akureyri og mun spila sinn fyrsta leik á laugardaginn, gegn fyrrum félagi sínu ÍBV. Þrátt fyrir vondan viðskilnað er hann spenntur að mæta aftur til Vestmannaeyja.

Handbolti
Fréttamynd

„Draumur síðan ég var krakki“

Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ekki boð­legt fyrir lið eins og Þór/KA“

Þór/KA tapaði fyrir Stjörnunni 4-1 í Garðabæ í 17. umferð Bestu deildar kvenna í dag. Liðið hefur sótt þrjú stig í sex leikjum eftir EM pásuna og er ljóst að Jóhann Kristinn, þjálfari liðsins, þarf að finna leið og lausnir til þess að liðið detti ekki niður í neðri hluta deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“

„Bara spennufall, ég er bara að ná mér niður. Ég er fáránlega ánægður og stoltur af stelpunum, ég kallaði eftir því að sjá liðið mitt sem spilaði fyrri hluta þessa tímabils og ég fékk það til baka í dag,“ sagði Óskar Smári Haraldsson þjálfari Fram eftir dramatískan sigur á Þór/KA í Boganum í dag þar sem markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, lokatölur 1-2.

Sport
Fréttamynd

Þórsarar á toppinn

Þórsarar halda spennustiginu á toppi Lengjudeildar karla í botni en liðið lagði Njarðvík nú rétt í þessu 4-0. Þórsarar tylla sér þar með í 1. sætið en Njarðvíkingar falla niður í það þriðja, tveimur stigum á eftir Þórsurum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mætum einu besta liði landsins“

Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta.

Íslenski boltinn