Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir að sveitarfélagið muni senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna viðbrögðum Vegagerðarinnar við sjávarflóðum sem hann segir lengi hafa ógnað byggðinni í Vík. 21.12.2025 16:01
Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Dómsmálaráðherra segist ekki ætla skoða mál starfsmanns Útlendingastofnunar sem deildi nöfnum skjólstæðinga á samfélagsmiðlum nánar. Hún muni ekki beita sér í málinu. Hún segir málið ekki gott ef satt reynist og að hún líti háttsemina alvarlegum augum. 21.12.2025 15:45
„Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Dagbjört Hákonardóttir þingkona Samfylkingarinnar segir að mál starfsmanns Útlendingastofnunar, sem deildi nöfnum skjólstæðinga sinna og stærði sig af því að hafa synjað fólki um landvistarleyfi, verði að hafa afleiðingar. Útlendingastofnun þurfi að sýna það út á við að þeim sé treystandi til að vinna verkefni sín af fagmennsku. 21.12.2025 14:46
Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Fjölmenni kom saman á Bondi-strönd í Ástralíu í morgun til að minnast fórnarlamba skotárásar á gyðingahátíð fyrir um viku síðan þar sem fimmtán létu lífið og tugir voru særðir. Mínútu þögn fór fram snemma í morgun. 21.12.2025 12:50
Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Formaður félags grunnskólakennara kallar eftir því að stjórnvöld skoði að ráðast í öryggisgæslu við grunnskóla eftir árás sem beindist gegn tveimur kennurum í vikunni. Hún segir þó nokkra kennara óttast um öryggi sitt í starfi. 21.12.2025 12:27
Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við frá Ölmu Möller heilbrigðisráðherra sem hyggst funda með helstu fulltrúum úr heilbrigðisgeiranum til að varpa ljósi á hvenær heilbrigðisstarfsmenn eru undanþegnir þagnarskyldu. 21.12.2025 11:42
„Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Þrjár vinkonur til tuttugu ára segjast taka því alvarlega að sjá um að gera klæði fyrir jólasveina sem eru á leiðinni til byggða í mátun enda verkefnið frá Grýlu sjálfri. Búningar á börn rjúka út eins og heitar lummur hjá kempunum. 20.12.2025 16:40
„Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Steingrímur Birgisson forstjóri Hölds bílaleigu Akureyrar segir að þrátt fyrir að aukalegar 1550 krónur verði innheimtar af langtímaleigutökum standi það engan veginn undir kostnaði við innleiðingu nýrra laga um kílómetragjald sem hann segir gríðarlegan. 20.12.2025 16:04
Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni segir Íslendinga sérstaklega berskjaldaða fyrir vasaþjófnaði. Hann biðlar til fólks að hafa varann á í asanum sem fylgir jólainnkaupum og jólastressi. Þrír vasaþjófar sem voru handteknir í vikunni verða sendir úr landi og þrír hafa þegar verið sendir úr landi. 20.12.2025 13:54
Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendasamtökunum berast í hverri viku kvartanir vegna gildistíma gjafabréfa og flestar eru vegna fyrirtækjanna Dineout og Óskaskríns. Formaður samtakanna segir gjafabréfin ekkert annað en fjárkröfu sem eigi að gilda í fjögur ár. 20.12.2025 12:51