varafréttastjóri

Sunna Sæmundsdóttir

Sunna er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Leikskólabörn á leiðinni á HM

Fjórar stelpur af leikskólanum Laufásborg eru á leið á heimsmeistaramót barna í skák sem haldið verður í Albaníu í vor. Þetta er í fyrsta sinn sem leikskólabörn taka þátt á mótinu.

Ein og hálf milljón króna í ruslið á einu skólaári

Nemendur í sjötta bekk Háteigsskóla hafa á síðustu vikum vigtað matinn sem samnemendur þeirra henda eftir hádegismat og reiknað út kostnað matarsóunar. Þau telja að fara mætti betur með peninga, mat og umhverfið.

Sumir bíða eftir uppsagnarbréfi

Um tvö hundruð foreldrar sem bíða eftir dagvistunarplássi fyrir börnin sín hafa skráð sig í Félagsmiðstöð ungra barna. Stofnandi segir ástandið óboðlegt þar sem margir meðlimir óttast um vinnu sínu eða neyðast til að vera á atvinnuleysisbótum.

Mætti draga úr mengun með umferðarstýringu

Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar.

Vonbrigði hversu hægt miðar

Alþjóðadagur kvenna var haldinn hátíðlegur með ýmsum hætti víða um heim í dag. Samgöngur fóru úr skorðum á Spáni þegar konur lögðu niður störf í nafni jafnréttis en á Íslandi var athyglinni beint að skertum hluti kvenna í stjórnendastöðum.

Vill ekkert fullyrða um vopnategundir

Forstjóri Samgöngustofu telur stofnunina hafa farið að lögum og reglum við veitingu á leyfum til vopnaflutninga. Hann getur þó ekki fullyrt að einungis hafi verið flogið með lögleg vopn. Hernaðarandstæðingar hafa kært Air Atlanta til lögreglu.

Kettir með kaffinu og hundar í Strætó

Viðburðaríkur dagur í lífi margra dýravina er að baki þar sem gæludýr voru í fyrsta sinn boðin velkomin í Strætó og kattakaffihús var opnað í miðbænum.

Einungis Air Atlanta í vopnaflutningum

Utanríkisráðherra segir að vopnaflutningar á vegum íslenskra aðila eigi að heyra til algjörra undantekninga. Óvíst er hvort ríkið hafi fullnægt rannsóknarskyldu samkvæmt alþjóðasamningum en regluverkið verður tekið til endurskoðunar.

Sjá meira