Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2025 07:02 Sydney Leroux í leik með liði Angel City í bandarísku deildinni. Getty/Marcus Ingram Bandaríska knattspyrnukonan Sydney Leroux er liðsfélagi Sveindísar Jane Jónsdóttur og ein af lykilmönnum Angel City. Hún ákvað að stíga fram og segja frá glímu sinni utan vallar. Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Leroux hefur skorað 35 mörk fyrir bandaríska landsliðið og hefur bæði orðið heimsmeistari og Ólympíumeistari. Hún hefur lengi verið í hópi bestu knattspyrnukvenna Bandaríkjamanna og á að baki frábæran feril. Það hefur hins vegar ekki bara verið dans á rósum. Leroux sagði frá glímu sinni við lystarstol og að hún vilji stíga fram þótt það sé henni mjög erfitt vegna þess að það gæti mögulega bjargað einhverjum í sömu sporum. Aðeins ein af mörgum „Sagan mín er aðeins ein af mörgum. Hún er það sem við felum okkur fyrir, skömmumst okkar fyrir og forðumst algjörlega. Rannsóknir sýna að ein af hverjum fimm íþróttakonum sýnir merki um átröskun og í álagssporti getur hlutfallið náð fjörutíu prósentum eða meira,“ skrifaði Sydney Leroux. „Átraskanir hverfa ekki þótt við þegjum. Þær dafna í þögninni. Ég neita að láta óttann halda áfram að þagga niður í mér. Við þurfum að tala um það sem við höfum forðast allt of lengi. Ég tjái mig í von um að það opni dyrnar fyrir öruggari og heiðarlegri umræðu um átraskanir í kvennaíþróttum, því þögnin hefur aldrei bjargað neinum,“ skrifaði Leroux í færslu sinni en þar mátti einnig finna einlægt myndband. Langaði í raun aldrei að deila „Ég hef fréttir sem mig langaði í raun aldrei að deila. Sem mig langaði í raun aldrei að upplifa,“ sagði Leroux. „Ég er afar berskjölduð, ég skammast mín og ég er vonsvikin með sjálfa mig. Ég er reið við sjálfa mig fyrir að valda öðrum vonbrigðum og er bara hrædd. Ég er í raun alveg skíthrædd,“ sagði Leroux. Ég hélt ekki að það væri vandamál „Ég mun samt aldrei láta óttann verða stærri en möguleikann á að bjarga lífi einhvers. Ég var greind með lystarstol. Ég hef lifað með því eins lengi og ég man. Ég hélt ekki að það væri vandamál. Ég hélt bara að þetta væri hvernig líkaminn minn brygðist við pressunni sem ég setti á hann, eða kvíða, eða því að geta ekki gert allt,“ sagði Leroux. „Ég vil bara opna þessa umræðu svo við getum talað meira um þetta, því þetta er til staðar í kvennaíþróttum, þetta er komið til að vera og við tölum ekki um það. Ég vil breyta því. Ég vona að þessi skilaboð nái til einhvers og að þú vitir að þú ert ekki ein/n og að það sé von og bati og ég er hér fyrir þig,“ sagði Leroux eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sydney Leroux (@sydneyleroux)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu