Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna

Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana.

Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða

Fyrsti föstudagur nóvember er í dag, en í hugum sumra markar það mikil tímamót og jafnvel snemmbúið upphaf aðventunnar, þar sem jólabjórinn tekur að flæða í kvöld. Dagskráin hefur staðið yfir frá í hádeginu en hún nær hápunkti sínum þegar eina mínútu vantar í níu.

Fær ekkert greitt því að hann er Ís­lendingur

Greipur Hjaltason hefur gert garðinn frægan í uppistandi og ekki síst með gríðarlega vinsælum grínmyndböndum á samfélagsmiðlum. Myndböndin raka inn milljónum áhorfa en vegna reglna miðla eins og TikTok fá Íslendingar ekki greitt krónu.

Lauf­ey til­nefnd til Grammy-verðlauna

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki heðfbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífu sína A Matter of Time. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börbru Streisand.

Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Ný­sköpunar­verð­launin

Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa.

„Því miður er verk­lagið þannig“

Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri.

Opnun Brákarborgar frestað enn á ný

Framkvæmdir við húsnæði leikskólans Brákarborgar á Kleppsvegi tefjast enn og nú hefur opnun hans verið seinkað um fimm mánuði. Til stóð að leikskólinn myndi hefja starfsemi í ágúst, svo var því seinkað fram til loka októbermánaðar og að lokum fram í mars á næsta ári.

Sjá meira