Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sendi­herra á Ís­landi á grund­velli mis­skilnings

Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“

Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“

Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar.

Lög­reglan tekur leigubílamálin fastari tökum

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst taka leigubílamálin við Keflavíkurflugvöll fastari tökum og fór í rassíu í dag. Mikið hefur gustað um leigubílamarkaðinn undanfarna mánuði, í mars lýsti innviðaráðherra honum sem villta vestrinu og í apríl vísaði Isavia hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum.

Eig­anda Trump Burger verður sparkað úr landi

Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas.

Geim­fari Apollo 13 látinn

Jim Lovell geimfari er látinn 97 ára að aldri. Hann stýrði Apolló-13-tunglferð Bandarísku geimferðastofnunarinnar aftur til jarðar og öðlaðist samstundis heimsfrægð fyrir hetjudáðir sínar.

Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstu­dag

Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum.

Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum

Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra, segir Ísraelsmenn ganga langt út fyrir rétt sinn til sjálfsvarnar með fyrirætluðu hernámi sínu á Gasaborg. Hamasliðar feli ekki lengur í sér tilvistarógn við Ísraelsríki enda hafi Ísraelar gert út af við hernaðararm samtakanna.

Sjá meira