Íbúar kvarta undan myrkri Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa kvartað sáran yfir miklu myrkri í hverfinu og ljósastaurum sem slökkt er á í nokkrum götum eða gefa af sér daufa birtu. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stendur yfir LED-væðing ljósastaura, tafir á henni útskýri myrkrið og eru íbúar hvattir til að senda borginni ábendingar. 12.11.2025 16:13
Sonurinn týndur síðan í ágúst Íslenskur maður á þrítugsaldri að nafni Pedro Snær Riveros hefur verið týndur á Spáni síðan í ágúst. Móðir hans lýsir eftir drengnum sínum á samfélagsmiðlum en málið er á borði alþjóðadeildar lögreglunnar. 12.11.2025 15:18
Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Dularfullar skemmdir sem urðu á fjölbýlishúsi á Klapparstíg reyndust vera eftir seinheppinn bílstjóra vinnuvélar sem rakst utan í húsið. Eigandi vinnuvélarinnar tilkynnti tryggingarfélagi strax um óhappið og taldi að málið væri komið í ferli gagnvart grunlausum íbúum sem furðuðu sig á dularfullum skemmdunum svo ofarlega á húsinu. 12.11.2025 14:09
Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Stærðfræðingur hefur stofnað undirskriftalista til verndar síðdegisbirtunni í tilefni af umræðum um mögulegar breytingar á klukkunni hér á landi. Hann segir að skoða þurfi málið til hlítar og taka mið af öllum rökum í málinu, ekki einungis svefnrökum. Það hafi verið grandskoðað af sérfræðingum fyrir nokkrum árum og niðurstaðan sú að halda klukkunni óbreyttri. 12.11.2025 13:31
Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Viðbragðsáætlun Sjóminjasafnsins var virkjuð þegar hrjótandi heimilislaus maður fannst í hengirúmi á safninu í gær á opnunartíma safnsins. Safnstjóri segir manninn hafa verið kurteisan og hegðað sér vel, um verkferla hafi verið að ræða. 12.11.2025 11:19
„Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Æfingagjöld innan knattspyrnudeildar Stjörnunnar hækkuðu að jafnaði um 27 prósent frá því í fyrra. Foreldrar eru missáttir við verðhækkunina en framkvæmdastjóri Stjörnunnar segir að kostnaður íþróttafélaga við íþróttaiðkun barna sé orðinn afar mikill. Hann fagnar umræðunni. 11.11.2025 21:56
Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Einn af grínstjórunum sem standa að Grínkjallaranum einu sinni í viku líkir sjálfum sér við sebrahest umkringdan ljónum, enda eini gamli hnakkinn í hópnum á meðan allir hinir uppistandararnir gengu í MH. Hann segir það alvöru hark að standa fyrir gríni og glensi einu sinni í viku en segir hópinn hinsvegar vera þann eina rétta til þess að standa í slíkum stórræðum. 11.11.2025 20:00
Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Foreldrar í Garðabæ eru hvumsa yfir hækkunum á æfingagjöldum milli ára í fimmta flokki í barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Stjörnunnar. Gjöldin hjá félaginu hafi hækkað um þrjátíu prósent milli ára. 11.11.2025 15:08
Hafa uppgötvað djöflabýflugu Ástralskir vísindamenn hafa uppgötvað nýja tegund býflugna sem er með lítil horn. Tegundin hefur fengið djöfullegt nafn, Lúsífer. 11.11.2025 14:03
Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Tyrkneskir saksóknarar krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir Ekrem İmamoğlu borgarstjóra Istanbúl. Hann hefur setið í fangelsi síðan í mars vegna meintra spillingarmála en hann er einn helsti andstæðingur Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. 11.11.2025 13:20