Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. 27.9.2025 15:01
„Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Auður Axelsdóttir, framkvæmdastýra Hugarafls, segir niðurstöður nýrrar Gallup könnunar á þjónustu Hugarafls sýna að þjónusta þeirra og nálgun virkar. Samkvæmt niðurstöðunum líður miklum meirihluta mjög illa við komu til þeirra en líðan batna verulega eftir það. Auður segir mikla þörf á að fjölga starfsfólki og vonar að þessar niðurstöður aðstoði við það. Stjórnvöld þurfi betur að styðja við úrræði sem starfi utan kerfis. 27.9.2025 07:02
Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnun um bæjarhátíðina Í túninu heima á vef Mosfellsbæjar töldu það góða breytingu að færa stórtónleika frá laugardagskvöldi yfir á sunnudagseftirmiðdegi. Alls töldu 64 prósent breytinguna mjög eða frekar góða og 27 prósent breytinguna frekar eða mjög slæma. 26.9.2025 11:37
Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar. 26.9.2025 08:40
Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun. 26.9.2025 00:01
„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. 25.9.2025 23:32
James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Ákærudómstóll í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært James Comey, fyrrverandi yfirmann alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI). Ákæran er í tveimur liðum, önnur varðar falskar yfirlýsingar hans og hin að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Báðir ákæruliðir varða rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og meintri aðkomu Trump að þeim. 25.9.2025 23:03
Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 25.9.2025 22:55
Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Í kvöld fór fram frumsýningarboð á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Þar var kynn sérstök útgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir Ella en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök. 25.9.2025 22:34
Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Norræni skálinn á heimssýningunni EXPO 2025 í Osaka hlaut gullverðlaun í flokknum „Best Exhibit / Display“ á World Expolympics. Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi útfærslur í nýsköpun og upplifunarhönnun á Heimssýningunni en þar eru 193 sýningar. 25.9.2025 21:02