Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Finnskur dómstóll vísaði frá máli ákæruvaldsins á hendur þremur skipverjum olíuflutningaskips sem sleit fimm sæstrengi síðasta vetur á þeim forsendum að hann hefði ekki lögsögu í málinu. Skipið er talið hluti af svonefndum skuggaflota Rússa. 3.10.2025 15:14
Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum. 3.10.2025 14:10
Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Heilbrigðiseftirlit Austurlands ráðleggur íbúum á Stöðvarfirði að sjóða vatn eftir að sýni úr vatnsbóli bentu til þess að mengun hefði borist í það í miklu vatnsveðri síðustu daga. Óhætt er sagt að nota vatn ósoðið til annars en neyslu. 3.10.2025 11:55
Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Þrjú eru um hituna í varaformannskjöri hjá Miðflokknum eftir að Snorri Másson tilkynnti um framboð sitt í dag. Áður höfðu Ingibjörg Davíðsdóttir, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, og Bergþór Ólason, sagst ætla að gefa kost á sér. 3.10.2025 10:29
Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. 3.10.2025 10:28
Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Að minnsta kosti tveir verða í framboði til varaformanns Miðflokksins eftir að Ingibjörg Davíðsdóttir, þingmaður flokksins, tilkynnti um framboð sitt í morgun. Þar etur hún kappi við Bergþór Ólason. 3.10.2025 09:14
Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Ekki verður lengur krafist að neyðarfjarskiptakerfi verði byggt upp á hálendisvegum og uppbygging fjarskiptasenda við stofnvegi verður frestað þar sem fjármagn fékkst ekki frá ríkinu til þess að leysa eldra talstöðvarkerfi af hólmi. 30.9.2025 15:18
Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Dómstóll í Dresen dæmdi aðstoðarmann fyrrverandi Evrópuþingmanns öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í tæplega fimm ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Kínverja. Þingmaðurinn segist hafa verið grunlaus um njósnir aðstoðarmannsins þótt hann hafi sjálfur verið rannsakaður fyrir að þiggja mútur frá Kína og Rússlandi. 30.9.2025 14:20
Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Ríflega sjö af hverjum tíu svarendum í skoðanakönnun Gallup segjast nú telja líklegt að hernaður Rússa í Úkraínu leiði til átaka í fleiri löndum. Hlutfallið hefur aukist en nýlega hefur lofthelgi nokkurra evrópskra ríkja verið rofin af rússneskum loftförum. 30.9.2025 09:42
Leik lokið hjá Play Play varð þriðja íslenska lágfargjaldaflugfélagið sem hverfur af sviðinu á rúmum áratug. Líkt og þegar forveri þess Wow air fór í þrot fyrir sex árum eru fórnarlömbin hundruð starfsmanna sem missa vinnuna og þúsundir farþega sem eru standaglópar eða sitja eftir með sárt ennið. 30.9.2025 08:27