„Nauðsynlegt að útvíkka starfsemi“ Símans með frekari ytri vexti Vonir standa til þess að hægt verði að efla rekstur Símans með „frekari ytri vexti“, að sögn stjórnarformanns og stærsta hluthafa fjarskiptafyrirtækisins, en „nauðsynlegt er að útvíkka“ starfsemina vegna takmarkana til að geta stækkað á núverandi kjarnamarkaði. 9.8.2025 08:20
Íslenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi samruna Kviku og Arion Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum. 8.8.2025 08:53
„Arion einfaldlega í öðrum klassa“ en hinir bankarnir þegar kemur að arðsemi Arion hefur skilað umtalsvert betri afkomu í samanburði við hina stóru viðskiptabankanna á undanförnum tólf mánuðum og er arðsemi bankans á því tímabili liðlega fimmtíu prósentum hærri. Þrátt fyrir að Íslandsbanki og Landsbankinn kunni að „eiga eitthvað inni“ til að nálgast Arion þá virðist rekstur bankans vera „einfaldlega í öðrum klassa.“ 6.8.2025 06:24
Eignir í vörslu Myntkaupa jukust í nærri sex milljarða eftir mikla hækkun á Bitcoin Þjónustutekjur Myntkaupa, langsamlega stærsti rafmyntaskiptimarkaður landsins, nærri þrefölduðust á síðasta ári samhliða því að eignir í vörslu félagsins jukust að umfangi um marga milljarða. Fjöldi skráðra viðskiptavina hjá Myntkaupum er yfir tuttugu þúsund talsins. 5.8.2025 13:28
Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna. 5.8.2025 11:26
Sala á Landsbankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkisins um fimmtung Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda. 4.8.2025 13:01
Arion bókfærði talsvert tap þegar starfsemin í Helguvík var loksins seld Eftir nokkurra ára vinnu Arion banka við að finna kaupenda að fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi náðist samkomulag þess efnis við félagið Reykjanes Investment fyrr í sumar. Bankinn þurfti að innleysa hundruð milljóna króna tap á bókum sínum eftir viðskiptin. 3.8.2025 13:42
Gera langtímasamning um kaup á þotueldsneyti af íslensku nýsköpunarfyrirtæki Lúxemborgska félagið Luxaviation Group hefur undirritað viljayfirlýsingu við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Iðunni H2 um kaup á sjálfbæru þotueldsneyti frá og með árinu 2029. Forstjóri og stofnandi Iðunnar H2 segir að um sé að ræða tímamótasamkomulag. 3.8.2025 13:10
Sérhæfður lánasjóður hjá Ísafold stærsti fjárfestirinn í skuldabréfaútgáfu Play Sérhæfður lánasjóður í stýringu Ísafold Capital Partners fer fyrir hópi innlendra fjárfesta sem er að leggja Play til samtals tuttugu milljónir dala og kemur sjóðurinn með stóran hluta þeirrar fjárhæðar. 1.8.2025 14:07
Kröftugur vöxtur ISB í þóknana- og vaxtatekjum skilar afkomu umfram væntingar Hagnaður Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var nokkuð umfram spár greinenda og var afkoman drifin áfram af kröftugri aukningu bæði í hreinum vaxtatekjum og þóknanatekjum. Bankinn, sem hóf endurkaup á eigin bréfum í byrjun júlí, áætlar núna að hann sé með um 40 milljarða í umfram eigið fé. 1.8.2025 09:28