Musk fundar um gyðingaandúð með ráðamönnum í Ísrael Frumkvöðullinn og athafnamaðurinn Elon Musk mun funda í dag með Isaac Herzog, forseta Ísrael, og aðstandendum hverra ástvinir eru og hafa verið í haldi Hamas. 27.11.2023 08:20
Útgöngubann í Síerra Leóne eftir árásir og frelsun fanga Útgöngubann er í gildi í Síerra Leóne eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsi í landinu og frelsuðu fanga. Samkvæmt yfirvöldum áttu árásirnar sér stað í gærmorgun, í fjölda stórra fangelsa. Fjórtán Íslendingar eru í Síerra Leóne samkvæmt tilkynningu utanríkisráðuneytisins. 27.11.2023 07:00
Meira jafnvægi virðist að komast á fasteignamarkaðinn „Merki eru um að meira jafnvægi sé að komast á fasteignamarkaðinn,“ segir í samantekt um nýja mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. 27.11.2023 06:30
Ekið á einstakling í hjólastól á Seltjarnarnesi Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um umferðaróhapp á Seltjarnarnesi, þar sem ekið hafði verið á einstakling í hjólastól. 27.11.2023 06:19
Jarðskjálftahviða austur af Sýlingarfelli en engar vísbendingar um gosóróa Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða á kvikuganginum á Reykjanesi, rétt austur af Sýlingarfelli. Hviðan stóð yfir í rúma klukkustund og mældust um 170 skjálftar, flestir undir tveimur að stærð. 27.11.2023 06:13
Var með sannar glæpasögur á heilanum og langaði að prófa að myrða Jung Yoo-jung, 23 ára gömul kona, hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi í Suður-Kóreu fyrir að myrða ókunnuga manneskju. Sagðist hún hafa framið morðið „af forvitni“. 24.11.2023 11:31
Verðbólga jókst verulega í kjölfar gossins í Heimaey „Það er erfitt að bera saman hugsanlegar efnahagsaðgerðir nú og á tíma Vestmannaeyjagossins fyrir 50 árum vegna þess hve mikið hagkerfið hefur breyst. Sérstaklega er umgjörð peningamála nú allt önnur.“ 24.11.2023 09:41
Hvetja stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna fjárfestingu í sjókvíaeldi Landssamband veiðifélaga hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það hvetur stjórnendur lífeyrissjóða til að hafna allri fjárfestingu í félögum sem stunda sjókvíaeldi. 24.11.2023 08:44
Sakar þingmenn um að drífa „fordómafulla og óvægna umræðu“ Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka ehf., hefur ítrekað afstöðu fyrirtækisins gegn frumvarpi um bann við blóðmerahaldi og segist vona að það verði ekki að „árlegri hefð“ að endurflytja það. 24.11.2023 07:55
Fátækt fólk mun líklegra til að deyja af völdum sýklasóttar Fátækt fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma er mun líklegra en aðrir til að deyja af völdum sýklasóttar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á Bretlandseyjum. 24.11.2023 07:07