Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5.1.2024 08:32
Tryggir sér ævilanga friðhelgi og lífstíðarþingsæti Alexander Lukashenko, forseti Belarús, hefur undirritað ný lög sem kveða á um ævilanga friðhelgi hans frá saksókn í refsimálum. Þá kveða lögin einnig á um að stjórnarandstæðingar sem hafa neyðst til að flýja land séu ekki lengur kjörgengir. 5.1.2024 07:50
Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. 5.1.2024 07:03
„Þetta hefur ekkert með þjóðarsátt að gera“ Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis og fyrsti varaformaður BSRB, segir ekkert samráð hafa verið haft við heildarsamtök opinberra starfsmanna í tengslum við yfirstandandi viðræður Samtaka atvinnulífsins og nokkurra leiðtoga verkalýðshreyfingarinnar. 5.1.2024 06:37
Hafa uppgötvað nýjan flokk sýklalyfja gegn fjölónæmum bakteríum Vísindamenn hafa uppgötvað nýjan flokk sýklalyfja sem virðast geta unnið á einni af þeim þremur fjölónæmu bakteríutegundum sem eru taldar ógna mannkyninu hvað mest. 4.1.2024 08:20
Tólf ríki hóta Hútum hefndaraðgerðum fyrir árásirnar á Rauða hafi Bandaríkin, Bretland og tíu önnur ríki hafa varað Húta við því að það muni hafa alvarlegar afleiðngar í för með sér ef þeir láta ekki af árásum sínum á flutningaskip á Rauða hafi. 4.1.2024 07:39
Réttarhöldum yfir árásarmanni Rushdie frestað vegna nýrrar bókar Réttarhöldum yfir manninum sem réðist á rithöfundinn Salman Rushdie í ágúst 2022 hefur verið frestar vegna útgáfu nýrrar bókar Rushdie um árásina og eftirmála hennar. 4.1.2024 07:02
Andrés, Clinton og Trump nefndir til sögunnar í Epstein-skjölunum Andrés Bretaprins og Bill Clinton og Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforsetar, eru meðal þeirra sem eru nefndir í dómsskjölum í tengslum við athafna- og kynferðisbrotamanninn Jeffrey Epstein. 4.1.2024 06:44
„Computer says no“ hjá Play vegna ónýts farangurs „Mér finnast þau bara alveg ömurleg,“ segir Kristján Sævald Pétursson um viðbrögð Play en hann varð fyrir því á dögunum að taskan hans eyðilagðist í flugi með flugfélaginu. 3.1.2024 14:00
Pólverjar vilja vopna Úkraínumenn langdrægum flaugum Utanríkisráðherra Póllands hefur kallað eftir því að bandamenn Úkraínumanna sjái þeim fyrir langdrægum eldflaugum til að gera stjórnvöldum kleift að hæfa bækistöðvar Rússa í Úkraínu. 3.1.2024 12:54