Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld vegna boðaðra tollahækkanna sem taka gildi á morgun. Þrýst sé á að þær hefjist sem fyrst. Hækkanirnar séu vonbrigði. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið setji verndartoll á járnblendi. 6.8.2025 18:51
Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla 6.8.2025 13:15
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5.8.2025 22:31
Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Göngugarpurinn Einar Sindri Ásgeirsson hefur farið fótgangandi hringinn í kringum landið í sumar og safnað pening fyrir vannærð börn í Afríku. 5.8.2025 20:36
Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum. 5.8.2025 20:02
Veik stofnun skaði fjárhag ríkissjóðs Stórbæta þarf samningsgerð og eftirlit Sjúkratrygginga vegna kaupa á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Bent er á að kostnaður stofnunarinnar jókst um ríflega þriðjung milli ára eftir nýjan samning við sérgreinalækna. Ríkisendurskoðandi segir þetta hafa neikvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs og samfélagið í heild. 25.6.2025 23:01
„Menn eru alla vega að vinna með sömu tölu“ Allt stefnir í að met verði slegið í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi sem er þegar sú sjöunda lengsta í sögunni. Framsögumaður málsins í atvinnuveganefnd segir staðfest að meirihluti nefndarinnar hafi reiknað veiðigjaldið rétt, þvert á það sem minnihlutinn hafi haldið fram. 25.6.2025 20:02
„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. 23.6.2025 20:59
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. 23.6.2025 13:41
Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni. 19.6.2025 22:30