Andri Þór tekur við af Ara Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, hefur verið kjörinn formaður Viðskiptaráðs. Hann tekur við embætti formanns af Ara Fenger sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2020. 7.2.2024 12:50
Kallað út vegna vatnsleka í Hamraborg Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna vatnsleka í húsi sem stendur við Hamraborg í Kópavogi. 7.2.2024 11:29
Mest borgað fyrir leigu í austurhluta Kópavogs Meðalleiguverð á höfuðborgarsvæðinu var hæst í póstnúmeri 203 á síðasta ári, en í því sama póstnúmeri voru íbúðir til leigu jafnframt stærri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverðið á hvern fermetra var hins vegar hæst í Vesturbænum. 7.2.2024 10:41
Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Fulltrúar peningastefnunefndar Seðlabankans munu rökstyðja ákvörðun sína að halda stýrivöxtum óbreyttum á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 7.2.2024 08:52
Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent eins og þeir hafa verið síðan í ágúst þegar þeir voru hækkaðir um hálft prósentustig. 7.2.2024 08:30
Mun koma fram fyrir hönd Ísraels í Malmö Rússnesk-ísraelska söngkonan Eden Golan verður fulltrúi Ísraels í Eurovision sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí næstkomandi. 7.2.2024 07:47
Norðlæg átt og él norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þar sem él verða á norðanverðu landinu en léttir til norðvestantil. Léttskýjað verður sunnan heiða. 7.2.2024 07:19
Sjómenn og SFS ná saman um nýjan kjarasamning Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019, en á síðasta ári var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna. 6.2.2024 14:14
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6.2.2024 12:10
Fyrrverandi forsætisráðherra Írlands látinn John Bruton, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, er látinn, 76 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra (Taoiseach) á árunum 1994 til 1997. 6.2.2024 10:50