Sjö vilja taka við af Gunnari Alls bárust sjö umsóknir um embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika en forsætisráðuneytið auglýsti embættið laust til umsóknar 9. apríl síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 30. apríl. Gunnar Jakobsson baðst á dögunum lausnar og var Arnór Sighvatsson settur tímabandið í embættið. 2.5.2024 13:54
Gítarleikarinn Duane Eddy er látinn Bandaríski gítarleikarinn Duane Eddy, sem af mörgum er talinn vera einn af upphafsmönnum rokksins, er látinn. Hann varð 86 ára gamall. 2.5.2024 13:42
Vornanen kastað úr þingflokknum Finnski stjórnarflokkurinn Sannir Finnar hefur vísað þingmanninum Timo Vornanen úr þingflokknum. Ástæðan er að lögregla rannsakar nú atvik þar sem Vornanen skaut úr byssu eftir heimsókn á næturklúbb síðastliðinn föstudag. 2.5.2024 12:57
Áfram landris og óvissa um framhaldið Enn mælist landris við Svartsengi og heldur þrýstingur því áfram að byggjast upp í kvikuhólfinu. Hraunflæði úr gígnum sem gýs úr hefur farið minnkandi síðustu daga, en skjálftavirkni á svæðinu aukist. 2.5.2024 12:39
Bein útsending: Stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði Askur – mannvirkjarannsóknasjóður og Rannís bjóða standa fyrir fundi um stærri styrktækifæri í mannvirkjaiðnaði og hefst hann klukkan 10. Hægt að fylgjast með fundinum í streymi í spilaranum að neðan. 2.5.2024 09:58
Hljómborðsleikari ELO fallinn frá Richard Tandy, hljómborðsleikari bresku sveitarinnar Electric Light Orchestra (ELO), er látinn, 76 ára að aldri. 2.5.2024 08:49
Eldur í ruslageymslu í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan átta í morgun eftir að eldur kom upp í ruslageymslu fjölbýlishúss í Hafnarfirði. 2.5.2024 08:20
Engir palestínskir fánar í Eurovision-höllinni Skipuleggjendur Eurovision hafa ákveðið að banna palestíska fánann og skilti með pólitískan boðskap inni í Malmö Arena þar sem keppnin fer fram dagana 7. til 11. maí. 2.5.2024 07:37
Víðast dálitlar skúrir en bjartara norðanlands Lægðasvæði fyrir vestan land stýrir veðrinu á landinu og það er útlit fyrir fremur rólega sunnanátt næstu daga. 2.5.2024 07:13
Birna sett sýslumaður á Vesturlandi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur sett Birnu Ágústsdóttur, sýslumanninn á Norðurlandi vestra, tímabundið sem sýslumann á Vesturlandi, frá 1. júní næstkomandi til og með 31. maí 2025. Tilefni setningarinnar er beiðni Ólafs Kristófers Ólafssonar, sýslumanns, um lausn frá embætti. 30.4.2024 12:51