Arðsemi fyrst núna að nálgast arðsemi norrænna banka Bankastjóri Arion banka segir að bankinn fagni skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra. Arðsemi stóru bankanna þriggja sé ekki of mikil. Arðsemi eigin fjár Arion banka var 14,5 prósent á fyrri helmingi ársins. 30.8.2023 16:50
Tilkynntum nauðgunum fækkar um 36 prósent Lögreglan skráði tilkynningar um 79 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2023, sem samsvarar 36 prósent fækkun frá síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fækkaði skráðum nauðgunum um tuttugu prósent. Að meðaltali eru núna skráðar tilkynningar um þrettán nauðganir á mánuði hjá lögreglunni. 30.8.2023 15:06
Má ekki heita Annamaría Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. 30.8.2023 13:15
„Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30.8.2023 12:13
Sagðir hafa frelsissvipt mann og þrýst klaufhamri í endaþarm hans Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir grófa frelsissviptingu og rán í mars í fyrra. Annar þeirra er einnig ákærður fyrir nauðgun með því að hafa þrýst klaufhamri í endaþarmsop fórnarlambsins. 29.8.2023 23:41
Ýmislegt bendi til þess að bankar geti lækkað álagningu Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. 29.8.2023 17:29
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29.8.2023 16:00
Bein útsending: Lilja kynnir skýrslu um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna Menningar- og viðskiptaráðherra hefur til kynningar á skýrslu starfshóps ráðuneytisins um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Kynningin hefst klukkan 16:30. 29.8.2023 16:00
„Bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð“ Borgarstjóri segir að ógnarlangar bílaraðir undanfarna morgna á höfuðborgarsvæðinu vera beina afleiðingu skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá árinu 1960 eða svo. 29.8.2023 14:50
Hvalveiðimenn reru á miðin Áhöfn hvalveiðiskips Hvals hf. reri á miðin suður, suðvestur og vestur af landinu í morgun. 29.8.2023 13:55