Má ekki heita Annamaría Árni Sæberg skrifar 30. ágúst 2023 13:15 Þetta barn má ekki heita Annamaría en tengist fréttinni samt ekki beint. D3sign/Getty Mannanafnanefnd hefur hafnað beiðni um leyfi til að heita Annamaría að eiginnafni. Nefndin hefur hins vegar samþykkt eiginnöfnin Konstantín, Özur, Aðaley og fleiri. Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Annamaría segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Annamaría sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Anna og María þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Annamaría gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Anna, í aukaföllum Önnu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Annamaría (í eignarfalli Önnumaríu) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Annamaríu). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Eiginnafnið Annamaría fari gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Þá geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Anna og María sem eitt orð. Rithátturinn Annamaría sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki tilvitnað ákvæði laga um mannanöfn. Aðrar beiðnir um eiginnöfn sem nefndin úrskurðaði um á fundi sínum í lok síðustu viku voru samþykktar. Samþykkt nöfn eru eftirfarandi: Aðaley Konstantín Özur Trausta Hrafnea Valerí Þórberg Stjórnsýsla Mannanöfn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Annamaría segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Annamaría sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Anna og María þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Annamaría gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Anna, í aukaföllum Önnu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Annamaría (í eignarfalli Önnumaríu) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Annamaríu). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Eiginnafnið Annamaría fari gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Þá geti ekki talist í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls að rita tvö sjálfstæð eiginnöfn á borð við Anna og María sem eitt orð. Rithátturinn Annamaría sé ekki í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls og uppfylli þar af leiðandi ekki tilvitnað ákvæði laga um mannanöfn. Aðrar beiðnir um eiginnöfn sem nefndin úrskurðaði um á fundi sínum í lok síðustu viku voru samþykktar. Samþykkt nöfn eru eftirfarandi: Aðaley Konstantín Özur Trausta Hrafnea Valerí Þórberg
Stjórnsýsla Mannanöfn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira