ADHD-lyf „í eðlilegum skammtastærðum“ leiði ekki til niðurfellingar bótaréttar Almennt myndi notkun ADHD-lyfja í eðlilegum skammtastærðum samkvæmt læknisráði ekki leiða til skerðingar eða niðurfellingar á bótarétti. 13.9.2023 13:47
Þór þarf ekki til Grænlands Varðskipið Þór er laust til annarra verkefna eftir að hafa verið í biðstöðu vegna skemmtiferðaskips sem strandaði undan austurströnd Grænlands í gær. 13.9.2023 12:40
Sigríður Dóra nýr forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigríði Dóru Magnúsdóttur forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til næstu fimm ára. Skipunin tekur gildi á föstudag. 13.9.2023 11:36
Ákveða á næstu klukkustundum hvort Þór stími til Grænlands Áhöfn varðskipsins Þórs er í viðbragðsstöðu norður af Langanesi vegna strands skemmtiferðaskips við austurströnd Grænlands. 13.9.2023 10:24
Ákærður fyrir að binda barn niður og kitla það Karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn barnaverndalögum með því að sýna dreng, sem var gestkomandi á heimili hans, yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi. 12.9.2023 14:42
Hjalteyrarbörnin fá 410 milljónir Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að 410 milljónum króna verði ráðstafað til uppgjörs sanngirnisbóta vegna Hjalteyrarmálsins. 12.9.2023 14:06
Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum. 12.9.2023 11:48
Ná 900 milljónum í ríkiskassann með hækkun gjalds á sjókvíaeldi Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 segir að verðmætagjald sjókvíaeldis verði hækkað úr 3,5 prósentum í 5 prósent af markaðsverði afurða. Fallið var frá sambærilegri breytingu í meðförum fjárlagafrumvarps ársins 2023 12.9.2023 11:04
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12.9.2023 10:25
Hagar ráða forstöðumann sjálfbærni og samfélagsábyrgðar Anton Birkir Sigfússon hefur verið ráðinn í nýja stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá Högum hf.. Í starfinu mun hann halda áfram að móta og innleiða stefnur, markmið og aðgerðaráætlanir félagsins tengdum málaflokknum ásamt því að hafa umsjón með sjálfbærniuppgjöri Haga. 12.9.2023 08:37