Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. 18.10.2023 14:51
Barði mann í hausinn með bjórglasi og þarf að borga honum milljón Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás, með því að hafa slegið mann í höfuðið með glerglasi á skemmtistaðnum Hvíta húsinu á Selfossi í apríl í fyrra. 18.10.2023 11:10
Skerða þjónustu heilsugæslunnar vegna kvennaverkfalls Reikna má með að starfsemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verði verulega skert þriðjudaginn 24. október næstkomandi vegna boðaðs kvennaverkfalls. Heilsugæslustöðvar verða opnar en munu eingöngu sinna bráðaerindum þennan dag. 18.10.2023 10:51
Áslaug María ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta. 17.10.2023 15:17
Eðalfang eignast meirihluta í 101 Seafood Eðalfang ehf. hefur keypt 50,1 prósent hlutafjár í félaginu 101 Seafood ehf., og verður þar með stærsti hluthafi félagsins. 17.10.2023 15:14
ÍL-sjóður tapaði 13,2 milljörðum á fyrri hluta árs Afkoma ÍL-sjóð á fyrstu sex mánuðum ársins var neikvæð sem nemur 13,2 milljörðum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé þann 30. júní 2023 var neikvætt um 243.916 milljónir króna samanborið við neikvætt eigið fé að fjárhæð 230.704 milljónir króna í ársbyrjun. 17.10.2023 14:02
Kýldi mann og lét sig hverfa Ungur karlmaður á Akureyri hefur verið dæmdur til hálfs árs skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás, akstur undir áhrifum fíkniefna og brot gegn valdstjórninni. 17.10.2023 12:16
Laugardalslaug ekki opnuð fyrr en á föstudag Laugardalslaug verður opnuð aftur fyrir almenning föstudaginn 20. október kl. 13:00. Ekki gekk eftir að opna í dag þriðjudaginn 17. október, eins og stefnt var að. 17.10.2023 10:00
Hagvöxtur töluvert minni næstu ár og stýrivaxtahækkunum lokið Í nýútgefinni hagspá Landsbankans til ársins 2026 segir að hátt vaxtastig hafi tekið að slá á eftirspurn, bæði einkaneyslu og fjárfestingu og að útlit sé fyrir að verðbólga hjaðni hægt og rólega á næstu mánuðum. 17.10.2023 09:04
Bein útsending: Hagspá Landsbankans kynnt Landsbankinn hefur gefið út hagspá til ársins 2026. Í tilefni af því er morgunfundur haldinn í Hörpu í dag, þar sem spáin er kynnt. 17.10.2023 08:39