„Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Breiðablik fær þriðja tækifærið til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar liðið mætir Víkingi. Mikilvægt er fyrir Blikana að klára verkefnið í kvöld því framundan er mikið leikjaálag, en Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur ekki trú á öðru en að sigur skili sér loksins. 3.10.2025 12:31
„Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Halldór Árnason var sáttur með margt en svekktur með mörkin sem Breiðablik gaf frá sér í 3-0 tapi gegn Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Meðal þess sem Halldór var sáttur við að sjá voru níu uppaldir Blikar inni á vellinum, þó hann segi engan nenna að hlusta á það þegar stórt tap er annars vegar. 2.10.2025 19:36
Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Breiðablik tapaði 3-0 fyrir svissneska liðinu Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. 2.10.2025 19:00
Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni er Qarabag eitt af sex liðum með fullt hús stiga. Margir leikmenn liðsins eru einnig landsliðsmenn Aserbaísjan, sem steinlá á dögunum fyrir Íslandi í 5-0 sigri strákanna okkar á Laugardalsvelli. 2.10.2025 07:02
Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sneisafulla dagskrá má finna á íþróttarásum Sýnar þennan fimmtudaginn. 2.10.2025 06:00
Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Luis Figo lét sjá sig á stórleik kvöldsins í Meistaradeildinni sem sendiherra UEFA en baulað var á Portúgalann þegar hann birtist á stóra skjánum í leik Barcelona og PSG. 1.10.2025 23:30
Bjarni Jó kveður Selfoss Knattspyrnudeild Selfoss og Bjarni Jóhannsson hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samning þjálfarans. 1.10.2025 23:02
„Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Guðni Eiríksson þjálfari FH var ánægður með stigin þrjú í Garðabænum í kvöld, en hans konur þurftu heldur betur að hafa fyrir þeim gegn ólseigu Stjörnuliði. 1.10.2025 22:15
Valur vann stigalausu Stjörnuna Valur sótti 34-27 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í fjórðu umferð Olís deildar kvenna. Valskonur eru við efsta sætið en Stjarnan er enn án stiga. 1.10.2025 21:50
Beeman gekk frá fyrrum félögum Abby Beeman átti stórleik í frumraun sinni fyrir Grindavík í Bónus deild kvenna og var stigahæst í 89-74 sigri á útivelli gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Hamar/Þór. 1.10.2025 21:37