Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Ætlar að fækka sveitar­fé­lögum fyrir kosningar

Innviðaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi með tillögum að víðtækum breytingum á sveitastjórnarlögum. Meðal tillaga er lögfesting á 250 íbúa lágmarki sveitarfélaga og er stefnt að sameiningu fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. Átta sveitarfélög eru undir lágmarkinu.

Innlent
Fréttamynd

Sótt að hags­munum at­vinnu­lausra

Við myndun núverandi ríkisstjórnar undir forystu Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í forsæti, vissum við mörg hver á vinstri vængnum ekki hverju við ættum von á. Mörgum fannst tónninn í stjórnarsáttmálanum markaðstengdur, að frjálshyggja væri einn af vegvísunum.

Skoðun
Fréttamynd

Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra útskýrði breytta afstöðu sína og Flokks fólksins til bókunar 35 og umsóknaraðild Íslands að ESB í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi nú síðdegis. Hún segist áður hafa vaðið í villu og svima vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í próf­kjör, borgar­full­trúar undir feldi og hugsan­lega sótt að Heiðu

Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera dug­legri að harka af sér?

Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið.

Skoðun
Fréttamynd

Flumbru­gangur í fram­halds­skólum

Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við.

Skoðun
Fréttamynd

ESB myndi taka Ís­landi opnum örmum

Landsþing Viðreisnar var haldið á Grand Hótel um helgina. Á dagskrá voru meðal annars hringborðsumræður um ESB þar sem fulltrúar ASÍ, Samtaka Atvinnulífsins og sjávarútvegsins tóku þátt. 

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn af­hjúpar sig endan­lega

„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists.

Skoðun
Fréttamynd

Telur á­form ráð­herra van­hugsuð

Skólastjóri Borgarholtsskóla furðar sig á fyrirhuguðum breytingum sem menntamálaráðherra hefur boðað á framhaldsskólastigi. Þær séu vanhugsaðar og beri með sér litla þekkingu á menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Píratar taka upp for­mannsem­bætti

Píratar samþykktu á aðalfundi flokksins í dag að taka upp bæði formanns- og varaformannsembætti. Meðlimur í framkvæmdastjórn flokksins segir að tillagan felist í að skilgreina ákveðið vald og ákveðna ábyrgð, sem annars eigi til með að lenda óformlega annars staðar.

Innlent
Fréttamynd

Frelsi til sölu

Við höfum heyrt mikið um frelsi upp á síðkastið. Sérstaklega eru Samtök ungra sjálfstæðismanna, SUS, búin að vera tala um það í kjölfar dráps Charlie Kirks. Charlie Kirk var þekktastur fyrir að tala gegn minnihlutahópum, stjórn kvenna á þeirra eigin líkama og styðja þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra til í um­ræðu um sumar­frí barna

Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Ís­land á heima í hjarta Evrópu“

Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið.

Innlent
Fréttamynd

Sniðgangan frið­sæl leið til að mót­mæla og sýna sam­stöðu

Sniðgangan 2025 verður gengin í dag á bæði höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.  Sniðgangan fer fram í annað sinn en tilgangur hennar er að vekja athygli á sniðgönguhreyfingunni og til að sýna samstöðu með Palestínu. Skipuleggjandi segir þetta friðsæla leið til að sýna samstöðu og taka afstöðu gegn Ísrael.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn lætur verkin tala

Sá tími kemur í lífum okkar allra að við höfum náð markmiði sem við settum okkur. Prófgráðan er komin í hús, þú kemur í mark í langhlaupinu eða starfið sem var fjarlægur draumur er nú þitt. Mörg okkar upplifa að ánægjan er skammvinn og við setjum þegar í stað nýtt, erfiðara markmið.

Skoðun
Fréttamynd

Vill breyta nafni Við­reisnar

Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram tillögu um að breyta heiti flokksins á landsþingi. Hann telur nýja nafnið skerpa ímynd og skýra grunngildi flokksins um frelsi og lýðræði.

Innlent