Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Ind­versk pizza að hætti Rakelar Maríu

Það er alltaf gaman að smakka nýjar pizzur. Rakel María Hjaltadóttir, markaðsstjóri, hlaupari og förðunarfræðingur, deildi nýverið uppskrift að indverskri pizzu með kjúklingi og jógúrtsósu sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. 

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sex bestu veitinga­staðirnir í Skandinavíu

Á hverju ári er birtur listi yfir 50 bestu veitingastaði heims. Listinn fyrir árið 2025 var kynntur fyrr í sumar í Tórínó á Ítalíu, þar sem veitingastaðurinn Maido í Perú bar sigur úr býtum. Á listanum í ár eru sex skandinavískir staðir meðal efstu 100, þar af fjórir í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

Tíramísú sem morgun­matur fyrir alla fjöl­skylduna

Kristín Linda Kaldal, heilsufræðingur, ástríðukokkur og þriggja drengja móðir, deilir reglulega hollum, næringarríkum og barnvænum uppskriftum á Instagram-síðu sinni, auk ýmiss fróðleiks um heilsu. Nú hefur hún fært hinn klassíska ítalska eftirrétt tíramísú í hollari búning.

Lífið
Fréttamynd

Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættu­legt leik­svæði og hús­næðið „veru­lega vanþrifið“

Mygluvöxtur í kælinum, slitið og jafnvel hættulegt leiksvæði, óhrein snyrting og vanþrifið eldhús var meðal þess sem blasti við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þegar hann fór í eftirlit á skyndibitastaðinn Metro í Skeifunni í júlí. Forsvarsmenn Metro segjast hafa brugðist við flestum athugasemdunum eftirlitsins.

Neytendur
Fréttamynd

Grunur um listeríu í vin­sælum ostum

Aðföng, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum ostana Duc de Loire og Royal Faucon Camembert. Grunur er um að ostarnir séu mengaðir af bakteríunni Listeria monocytogenes.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­lensku KFC-feðgarnir í Dan­mörku gjald­þrota

Fyrirtæki í eigu Íslendings sem hefur rekið veitingahús KFC í Danmörku í tæplega fjóra áratugi hefur lýst yfir gjaldþroti en öllum stöðum keðjunnar var lokað í júní eftir að danskir miðlar greindu frá meriháttar vanrækslu á heilsuháttaverklagi á stöðunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ó­missandi göngu­leiðir sem þú verður að prófa

„Ég nærist á orkunni í náttúrunni og er þessi týpa sem er með milljón landslagsmyndir í símanum mínum. Við erum svo nýbúnar að setja á laggirnar gönguhóp sem kallast Gelluvaktin,“ segir framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz sem er einn mesti göngugarpur sumarsins.

Lífið
Fréttamynd

Próteinbollur að hætti Gumma kíró

Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, deildi nýlega einfaldri og fljótlegri uppskrift að próteinbollum sem eru stútfullar af næringu. Bollurnar eru mjúkar og einstaklega ljúffengar – sérstaklega með smjöri og osti.

Lífið
Fréttamynd

Skákborðsréttir nýjasta matartískan

Réttir skornir í skákborðsmynstur hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum og má víða sjá myndir af litríku og fallega uppsettu hráefni sem líkist helst listaverki. Ef þú ert að leita að léttum rétti í sumarveisluna sem bragðast jafnvel enn betur en hann lítur út fyrir að gera gæti þessi nýjasta matartíska verið eitthvað fyrir þig.

Lífið
Fréttamynd

Sumar­legt grillsalat að hætti Hildar Rutar

Sumarið kallar á létta og litríka rétti sem kæta bragðlaukana. Matgæðingurinn Hildur Rut Ingimarsdóttir deilir hér ljúffengu og matarmiklu barbecue kjúklingasalati sem hentar einstaklega vel á heitum sumardegi.

Lífið
Fréttamynd

Lofar bongóblíðu við lang­þráð lang­borð

Fimmtíu metra langborði með hvítum dúkum verður komið fyrir á Laugaveginum í miðborginni á morgun þar sem fólki verður boðið að koma saman yfir mat og drykk. Skipuleggjendur lentu í vandræðum með leyfisveitingu en nú hefur verið greitt úr öllu slíku og búist er við miklu betra veðri en þegar upphaflega átti að leggja á langborðið.

Viðskipti innlent