Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Rýr stigasöfnun í deildinni vissu­lega á­hyggju­efni“

Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Brøndby náði í sigur heima­fyrir

Brøndby, sem var niðurlægt í Víkinni vikunni, náði í sigur í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Liðið lagði Vejle 2-1 á heimavelli og jafnaði FC Kaupmannahöfn að stigum í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Davíð Smári: Á­nægður með orkustigið

Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak nældi í gult í tapi

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik IFK Norrköping og Hammarby í 19. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Ekki komust þeir á blað nema Ísak Sigurgeirsson sem nældi sér í gult spjald. Hammarby vann leikinn 0-2 á heimavelli Norrköping.

Fótbolti
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Hjá­trú og al­sæla

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hákon gaf syni Dag­nýjar treyjuna sína

Landsliðsgóðsögnin Dagný Brynjarsdóttir var meðal áhorfenda á Ólympíuleikvanginum í gær þegar karlalið West Ham tók á móti franska liðinu Lille í æfingarleik. Dagný var mjög ánægð með íslenska landsliðsmanninn á vellinum eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Enska augna­blikið: Lærði 200 ný blóts­yrði

Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kristjana Arnarsdóttir fór í eftirminnilega ferð á Anfield veturinn 2002.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nunez farinn frá Liverpool

Sádí-arabíska félagið Al-Hilal tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að ganga frá kaupum á úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez frá Liverpool.

Enski boltinn