Bretar biðjast afsökunar á fangaflugi CIA
David Miliband utanríkisráðherra Breta viðurkenndi á breska þinginu í dag að tvö fangaflug CIA með grunaða hryðjuverkamenn hefðu lent í á bresku svæði árið 2002. Í báðum tilfellum lentu vélarnar á Diego Garcia eynni á bresku yfirráðasvæði í Indlandshafi.