Ísland í dag - 35 ára sjónvarpsafmæli Kryddsíldar

Fréttastofan fagnar í ár 35 ára sjónvarpsafmæli Kryddsíldar í ár en þátturinn á þó lengri sögu því hann hóf göngu sína á Bylgjunni árið 1986. Af þessu tilefni fengum við nokkra góða gesti Kryddsíldar í gegnum árin til að hjálpa til við að rifja upp allra bestu og eftirminnilegustu augnablik þáttarins. Össur Skarphéðinsson rifjar upp frægt rifrildi hans og Davíðs Oddssonar þar sem ásakanir um dónaskap gengu á víxl. Steingrímur J. Sigfússon rifjar upp afhjúpandi Kryddsíldarþátt þar sem í ljós kom að núningurinn var allur á vinstri væng stjórnmálanna en það var í aðdraganda þess að Vinstri græn verða til. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rifjar upp hrunþáttinn eftirminnilega, Katrín Jakobsdóttir opnar sig um furðulega Kryddsíld á tímum farsóttarinnar og Guðni Ágústsson rifjar síðan upp sína eftirminnilegustu stund í Kryddsíld sem hafði mikla þýðingu fyrir hann persónulega. Svo má alls, alls ekki gleyma vandræðalega hróshringnum.

191
13:29

Vinsælt í flokknum Ísland í dag