Segir samkeppnishæfni sína nánast horfna
Samkeppnishæfni gagnvart löndum sem flytja fisk til Bandaríkjanna er nánast horfin vegna tolla, segir framkvæmdastjóri eldisfyrirtækis. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla en Íslendingar. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi.