Ætlar að fara að lögum og reglum
Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki.