Stúkan ræðir frammistöðu KA
KA er í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega að rífa sig í gang nú þegar seinni hluti tímabilsins er hafinn. Akureyringarnir töpuðu illa fyrir Val í síðustu umferð og fótboltasérfræðingurinn Albert Brynjar Ingason segir frammistöðuna eina þá verstu sem hann hefur séð síðustu ár.