Viðskipti innlent

Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Aníta mun vinna að fræðslumálum á vegum félagsins.
Aníta mun vinna að fræðslumálum á vegum félagsins. Aðsend

Aníta Rut Hilmarsdóttir hefur hafið störf hjá Lyf og heilsu á markaðs- og sölusviði. Aníta er einn stofnenda fræðsluvettvangsins Fortuna Invest og starfaði áður í eignastýringu Fossa og Arion.

Í tilkynningu frá Lyf og heilsu kemur fram að Aníta muni stýra efnisframleiðslu félagsins og þróa markaðsstefnu samhliða stefnumótun félagsins. Einnig muni hún vinna að fræðslumálum félagsins á stafrænum miðlum.

„Ég er mjög spennt að ganga til liðs við Lyf og heilsu á þessum tímamótum. Fyrirtækið er í spennandi umbreytingarferli þar sem áhersla er lögð á skýra stefnu, sterkt vörumerki og enn betri þjónustu við viðskiptavini,“ segir Aníta í tilkynningu.

Aníta er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Aðalbjörg Eggertsdóttir, markaðs- og sölustjóri Lyfja og heilsu, segir þau spennt að taka á móti Anítu.

„Aníta býr yfir fjölbreyttri reynslu sem mun nýtast samhliða mótun nýrrar stefnu félagsins. Ég hlakka til að vinna með henni að spennandi verkefnum sem fram undan eru hjá okkur.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×