Sport

Guð­mundur Leó bætti annað móts­met

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundi Leó líður greinilega vel í Laugardalslauginni þessa helgina.
Guðmundi Leó líður greinilega vel í Laugardalslauginni þessa helgina. Sundsamband Íslands / Hrafnhildur Lúthersdóttir

Guðmundur Leó Rafnsson er í banastuði á Reykjavíkurleikunum og var að slá mótsmet annan daginn í röð.

Guðmundur setti nýtt mótsmet í 100 metra baksundi karla þegar hann synti á 57,21 sekúndu. Fyrra metið var 57,67 sekúndur og var í eigu Magnus Jakupsson frá Danmörku.

Guðmundur bætti einnig mótsmet í gær, sitt eigið mótsmet í 200 metra baksundi.

Rúmlega 250 keppendur, af íslensku og erlendu bergi brotnir, eru skráðir til leiks á Reykjavíkurleikunum (Reykjavík International Games, RIG).

Samkeppnin er því sterk í Laugardalslauginni en Guðmundur Leó er greinilega í hörkuformi og verður spennandi að sjá hvað hann gerir í úrslitunum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×