Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2026 16:15 Meðal kvikmynda sem eru tilnefndar til Razzie-verðlauna eru Hurry Up Tomorrow, War of the Worlds, The Electric State og Mjallhvít. Leikna ævintýramyndin Mjallhvítar og hamfaramyndin War of the Worlds hlutu flestar tilnefningar til Razzie-verðlaunanna fyrir síðasta ár. Fjöldi Óskarsverðlaunahafa eru tilnefndir, þar á meðal Natalie Portman, Jared Leto og Robert DeNiro. Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna, sem heita réttu nafni The Golden Raspberry Awards og verðlauna það versta í kvikmyndagerð á liðnu ári voru kynntar í dag, akkúrat degi áður en tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar. Leikna endurgerðin Mjallhvít í leikstjórn Marc Webb með Rachel Zegler í aðalhlutverki og War of the Worlds í leikstjórn Rich Lee með Ice Cube í aðalhlutverki. Þær eru báðar tilnefndar sem versta mynd, versta endurgerð og fyrir versta handrit og fyrir ýmislegt annað. Aðrar myndir sem eru ofarlega á blaði hvað tilnefningar varðar eru sálfræðitryllirinn Hurry Up Tomorrow með Abel „The Weeknd“ Tesfaye í aðalhlutverki þar sem hann leikur skáldaða útgáfu af sjálfum sér og Netflix-dystópían The Electric State með Millie Bobby Brown og Chris Pratt í aðalhlutverkum. Meðal leikara sem eru tilnefndir eru Dave Bautista fyrir In The Lost Lands, Ice Cube fyrir War Of The Worlds, Jared Leto fyrir Tron: Ares, Abel Tesfaye fyrir Hurry Up Tomorrow, Natalie Portman fyrir Fountain of Youth, Michelle Yeoh fyrir Star Trek: Section 31 og Robert De Niro fyrir The Alto Knights. Razzie-verðlaunin árið 2026 verða veitt laugardaginn 14. mars, degi fyrir Óskarsverðlaunin. Allar tilnefningarnar má sjá hér að neðan: Versta kvikmynd The Electric State Hurry Up Tomorrow Disney’s Snow White Star Trek: Section 31 War Of The Worlds Versti leikari Dave Bautista - In The Lost Lands Ice Cube - War Of The Worlds Scott Eastwood - Alarum Jared Leto - Tron: Ares Abel “The Weeknd” Tesfaye - Hurry Up Tomorrow Versta leikkona Ariana DeBose - Love Hurts Milla Jovovich - In The Lost Lands Natalie Portman - Fountain of Youth Rebel Wilson - Bride Hard Michelle Yeoh - Star Trek: Section 31 Versta endurgerð, framhald eða peningaplokk I Know What You Did Last Summer Five Nights At Freddy’s 2 Smurfs Snow White War Of The Worlds Versta leikkona í aukahlutverki Anna Chlumsky - Bride Hard Ema Horvath - The Strangers: Chapter 2 Scarlet Rose Stallone - Gunslingers Kacey Rohl - Star Trek: Section 31 Isis Valverde - Alarum Versti leikari í aukahlutverki Allir sjö gervidvergarnir - Mjallhvít Nicolas Cage - Gunslingers Stephen Dorff - Bride Hard Greg Kinnear - Off The Grid Sylvester Stallone - Alarum Versta skjásamsetning (e. screen combo) Dvergarnir sjö - Mjallhvít James Corden & Rihanna - Strumparnir Ice Cube og Zoom-myndavélin hans - War Of The Worlds Robert DeNiro & Robert DeNiro (sem Frank & Vito) - The Alto Knights The Weeknd og hans risavaxna egó - Hurry Up Tomorrow Versti leikstjóri Rich Lee - War of The Worlds Olatunde Osunsanmi - Star Trek: Section 31 The Russo Brothers - The Electric State Trey Edward Shults - Hurry Up Tomorrow Marc Webb - Mjallhvít Versta handrit The Electric State - handrit eftir Christopher Markus og Stephen McFeely byggt á samnefndri teiknimyndasögu eftir Simon Stalenhag. Hurry Up Tomorrow - handrit eftir Trey Edward Shults, Abel Tesfaye, Reza Fahim Mjallhvít - handrit Erin Cressida Wilson og fjölmarga aðra, byggt á ævintýrinu eftir Grimms-bræður Star Trek: Section 31 - handrit eftir Craig Sweeny byggt á sögu eftir Bo Yeon Kim og Erika Lippoldt War Of The Worlds - handrit eftir Kenny Golde og Marc Hyman, byggt á vísindaskáldsögu H.G. Wells. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna, sem heita réttu nafni The Golden Raspberry Awards og verðlauna það versta í kvikmyndagerð á liðnu ári voru kynntar í dag, akkúrat degi áður en tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar. Leikna endurgerðin Mjallhvít í leikstjórn Marc Webb með Rachel Zegler í aðalhlutverki og War of the Worlds í leikstjórn Rich Lee með Ice Cube í aðalhlutverki. Þær eru báðar tilnefndar sem versta mynd, versta endurgerð og fyrir versta handrit og fyrir ýmislegt annað. Aðrar myndir sem eru ofarlega á blaði hvað tilnefningar varðar eru sálfræðitryllirinn Hurry Up Tomorrow með Abel „The Weeknd“ Tesfaye í aðalhlutverki þar sem hann leikur skáldaða útgáfu af sjálfum sér og Netflix-dystópían The Electric State með Millie Bobby Brown og Chris Pratt í aðalhlutverkum. Meðal leikara sem eru tilnefndir eru Dave Bautista fyrir In The Lost Lands, Ice Cube fyrir War Of The Worlds, Jared Leto fyrir Tron: Ares, Abel Tesfaye fyrir Hurry Up Tomorrow, Natalie Portman fyrir Fountain of Youth, Michelle Yeoh fyrir Star Trek: Section 31 og Robert De Niro fyrir The Alto Knights. Razzie-verðlaunin árið 2026 verða veitt laugardaginn 14. mars, degi fyrir Óskarsverðlaunin. Allar tilnefningarnar má sjá hér að neðan: Versta kvikmynd The Electric State Hurry Up Tomorrow Disney’s Snow White Star Trek: Section 31 War Of The Worlds Versti leikari Dave Bautista - In The Lost Lands Ice Cube - War Of The Worlds Scott Eastwood - Alarum Jared Leto - Tron: Ares Abel “The Weeknd” Tesfaye - Hurry Up Tomorrow Versta leikkona Ariana DeBose - Love Hurts Milla Jovovich - In The Lost Lands Natalie Portman - Fountain of Youth Rebel Wilson - Bride Hard Michelle Yeoh - Star Trek: Section 31 Versta endurgerð, framhald eða peningaplokk I Know What You Did Last Summer Five Nights At Freddy’s 2 Smurfs Snow White War Of The Worlds Versta leikkona í aukahlutverki Anna Chlumsky - Bride Hard Ema Horvath - The Strangers: Chapter 2 Scarlet Rose Stallone - Gunslingers Kacey Rohl - Star Trek: Section 31 Isis Valverde - Alarum Versti leikari í aukahlutverki Allir sjö gervidvergarnir - Mjallhvít Nicolas Cage - Gunslingers Stephen Dorff - Bride Hard Greg Kinnear - Off The Grid Sylvester Stallone - Alarum Versta skjásamsetning (e. screen combo) Dvergarnir sjö - Mjallhvít James Corden & Rihanna - Strumparnir Ice Cube og Zoom-myndavélin hans - War Of The Worlds Robert DeNiro & Robert DeNiro (sem Frank & Vito) - The Alto Knights The Weeknd og hans risavaxna egó - Hurry Up Tomorrow Versti leikstjóri Rich Lee - War of The Worlds Olatunde Osunsanmi - Star Trek: Section 31 The Russo Brothers - The Electric State Trey Edward Shults - Hurry Up Tomorrow Marc Webb - Mjallhvít Versta handrit The Electric State - handrit eftir Christopher Markus og Stephen McFeely byggt á samnefndri teiknimyndasögu eftir Simon Stalenhag. Hurry Up Tomorrow - handrit eftir Trey Edward Shults, Abel Tesfaye, Reza Fahim Mjallhvít - handrit Erin Cressida Wilson og fjölmarga aðra, byggt á ævintýrinu eftir Grimms-bræður Star Trek: Section 31 - handrit eftir Craig Sweeny byggt á sögu eftir Bo Yeon Kim og Erika Lippoldt War Of The Worlds - handrit eftir Kenny Golde og Marc Hyman, byggt á vísindaskáldsögu H.G. Wells.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira