Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 13. janúar 2026 08:01 Þegar ég talaði um mikilvægi þess að passa upp á gæðin í uppbyggingu í kosningabaráttunni 2022 var nánast hlegið að mér. Mantran um hraða og magn tröllreið umræðunni um húsnæðismál sem eina raunhæfa viðfangsefnið og fólk kepptist við að ræða aðferðafræðina. En það er hægt að gera bæði. Styrkja skipulagsferlana til að auka skilvirkni og flýta fyrir uppbyggingu en huga jafnframt að gæðum í þágu borgarbúa og þeirra velferðar. Þetta er það sem ég hef gert sem formaður skipulagsmála borgarinnar. Það var strax á síðasta kjörtímabili sem ég vildi hefja vinnu við gerð borgarhönnunarstefnu til að tryggja betur gæði í uppbyggingu. Á þeim tíma hafði ég ekki erindi sem erfiði enda mest í umræðunni hvernig hægt væri að einfalda reglugerðir og kröfur til að vera ekki að flækjast fyrir uppbyggingaraðilum, í því samhengi var sífellt verið að leita leiða til að létta á byggingarreglugerð. Hinn óhefti markaður væri fullfær um að mæta þörfum íbúa. Eins og ég hef trú á mikilvægi aðila á markaði þá tek ég alvarlega þá ábyrgð sem yfirvöld bera á velferð íbúa og þeirra hagsmunum. Meginhlutverk einkaaðila er að tryggja sinn eigin hag og gróða en það er hinsvegar hlutverk hins opinbera að tryggja almannahagsmuni. Ég hóf þetta kjörtímabil með því að setja það sem ófrávíkjanlega kröfu í samningum um meirihlutasáttmála að fá að vinna borgarhönnunarstefnu. Í síðasta samstarfssamningi þeirra fimm flokka sem nú eru við völd var borgarhönnunarstefna og gæði í uppbyggingu enn og aftur innprentað. Að sama skapi settum við inn í samstarfssáttmálann að umbylta skipulagsferlunum til að auka skilvirknina og tryggja gæðin og á árinu 2025 var undir minni formennsku í skipulagsráði gerð ein stærsta breyting á skipulags- og uppbyggingarferlum borgarinnar síðustu áratugi. Borgarhönnunarstefna var svo unnin undir minni forystu og samþykkt í haust. Loksins. Þar er kveðið á um aukinn gróður og innleiðingu svokallaðrar 3-30-300 reglu um að allsstaðar frá skuli sjást í að lágmarki 3 tré, 30% laufþekja sé innan allra hverfa og ekki sé lengra en 300 metrar í næsta græna almenningssvæði. Kvaðir eru um næga birtu í íbúðum og á útisvæðum, að dauðir og gluggalausir veggir séu að mestu óheimilir og að fjölbreytileiki og metnaðarfull hönnun gefi af sér inn í borgarrýmið. Þessi stefna skiptir miklu máli og nú skiptir öllu máli að fylgja henni markvisst eftir. Verið er að vinna tékklista og mælanleg markmið en það þarf skýra forystu við eftirfylgnina með metnað og þekkingu á viðfangsefninu. Við erum að byggja upp á sjálfbæran hátt, þétta byggð og nýta vel innviði borgarinnar en það er ekki sama hvernig það er gert. Við verðum að tryggja gæðin. Borgarhönnunarstefna gengur út á einmitt það og með markvissri innleiðingu hennar í öllum okkar verkferlum og verkefnum þá mun hún skipta sköpum. Svo hús verði góð heimili. Svo borgin byggist upp á forsendum íbúa, fyrst og fremst, og þeirra velferðar. Ég bið um stuðning í 3. - 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar næstkomandi til að fá skýrt umboð til að innleiða af þekkingu og metnaði borgarhönnunarstefnu. Til að tryggja gæði í uppbyggingu og skapa með því mannvænt, skemmtilegt og gefandi borgarsamfélag - fyrir okkur öll og framtíðarkynslóðir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í forvali fyrir borgarstjórnarkosningarnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég talaði um mikilvægi þess að passa upp á gæðin í uppbyggingu í kosningabaráttunni 2022 var nánast hlegið að mér. Mantran um hraða og magn tröllreið umræðunni um húsnæðismál sem eina raunhæfa viðfangsefnið og fólk kepptist við að ræða aðferðafræðina. En það er hægt að gera bæði. Styrkja skipulagsferlana til að auka skilvirkni og flýta fyrir uppbyggingu en huga jafnframt að gæðum í þágu borgarbúa og þeirra velferðar. Þetta er það sem ég hef gert sem formaður skipulagsmála borgarinnar. Það var strax á síðasta kjörtímabili sem ég vildi hefja vinnu við gerð borgarhönnunarstefnu til að tryggja betur gæði í uppbyggingu. Á þeim tíma hafði ég ekki erindi sem erfiði enda mest í umræðunni hvernig hægt væri að einfalda reglugerðir og kröfur til að vera ekki að flækjast fyrir uppbyggingaraðilum, í því samhengi var sífellt verið að leita leiða til að létta á byggingarreglugerð. Hinn óhefti markaður væri fullfær um að mæta þörfum íbúa. Eins og ég hef trú á mikilvægi aðila á markaði þá tek ég alvarlega þá ábyrgð sem yfirvöld bera á velferð íbúa og þeirra hagsmunum. Meginhlutverk einkaaðila er að tryggja sinn eigin hag og gróða en það er hinsvegar hlutverk hins opinbera að tryggja almannahagsmuni. Ég hóf þetta kjörtímabil með því að setja það sem ófrávíkjanlega kröfu í samningum um meirihlutasáttmála að fá að vinna borgarhönnunarstefnu. Í síðasta samstarfssamningi þeirra fimm flokka sem nú eru við völd var borgarhönnunarstefna og gæði í uppbyggingu enn og aftur innprentað. Að sama skapi settum við inn í samstarfssáttmálann að umbylta skipulagsferlunum til að auka skilvirknina og tryggja gæðin og á árinu 2025 var undir minni formennsku í skipulagsráði gerð ein stærsta breyting á skipulags- og uppbyggingarferlum borgarinnar síðustu áratugi. Borgarhönnunarstefna var svo unnin undir minni forystu og samþykkt í haust. Loksins. Þar er kveðið á um aukinn gróður og innleiðingu svokallaðrar 3-30-300 reglu um að allsstaðar frá skuli sjást í að lágmarki 3 tré, 30% laufþekja sé innan allra hverfa og ekki sé lengra en 300 metrar í næsta græna almenningssvæði. Kvaðir eru um næga birtu í íbúðum og á útisvæðum, að dauðir og gluggalausir veggir séu að mestu óheimilir og að fjölbreytileiki og metnaðarfull hönnun gefi af sér inn í borgarrýmið. Þessi stefna skiptir miklu máli og nú skiptir öllu máli að fylgja henni markvisst eftir. Verið er að vinna tékklista og mælanleg markmið en það þarf skýra forystu við eftirfylgnina með metnað og þekkingu á viðfangsefninu. Við erum að byggja upp á sjálfbæran hátt, þétta byggð og nýta vel innviði borgarinnar en það er ekki sama hvernig það er gert. Við verðum að tryggja gæðin. Borgarhönnunarstefna gengur út á einmitt það og með markvissri innleiðingu hennar í öllum okkar verkferlum og verkefnum þá mun hún skipta sköpum. Svo hús verði góð heimili. Svo borgin byggist upp á forsendum íbúa, fyrst og fremst, og þeirra velferðar. Ég bið um stuðning í 3. - 4. sæti í forvali Samfylkingarinnar sem fer fram 24. janúar næstkomandi til að fá skýrt umboð til að innleiða af þekkingu og metnaði borgarhönnunarstefnu. Til að tryggja gæði í uppbyggingu og skapa með því mannvænt, skemmtilegt og gefandi borgarsamfélag - fyrir okkur öll og framtíðarkynslóðir. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og frambjóðandi í forvali fyrir borgarstjórnarkosningarnar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun