Fótbolti

Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Barbosa og Neymar Jr. fagna hér marki saman með brasilíska landsliðinu.
Gabriel Barbosa og Neymar Jr. fagna hér marki saman með brasilíska landsliðinu. Getty/MB Media

Nýjasti liðsfélagi Neymar hjá Santos hefur sterkar skoðanir á því hvort Brasilíumenn eigi að taka Neymar með á heimsmeistaramótið í sumar

Hinn 29 ára gamli Gabriel „Gabigol“ Barbosa gekk nýlega aftur til liðs við Santis á láni frá Cruzeiro út tímabilið og mun spila við hlið Neymars í sóknarlínu Santos.

Neymar skrifaði undir nýjan samning við Santos til loka árs 2026 fyrr í síðustu viku. Neymar reynir nú að sýna Carlo Ancelotti, þjálfara Brasilíu, að hann sé í fullkomnu formi og verðugur þess að vera valinn á heimsmeistaramótið.

Goðsögnin mín og vinur

„Allir vita að Neymar er goðsögnin mín og vinur,“ sagði Gabigol þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Santos.

Gabigol vill hjálpa liðsfélaga sínum í brasilíska landsliðinu að komast á HM 2026.

Ég vil hjálpa honum

„Ég fékk að spila með honum í landsliðinu. Við vorum mjög ánægðir. Ég vil hjálpa honum að verða hundrað prósent heill, við þurfum á honum að halda fyrir heimsmeistaramótið og til að hjálpa Santos að berjast um titla,“ sagði Gabigol.

Neymar fór í minni háttar aðgerð á vinstra hné þann 22. desember, skömmu eftir að hafa hjálpað Santos að forðast fall.

Hann hafði slitið krossband og liðþófa í sama hné í október 2023 þegar hann var í landsliðsverkefni með Brasilíu og hefur glímt við meiðsli síðan.

Skoraði mikilvæg mörk

Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í helmingi leikja Brasilíu í Serie A-deildinni frá því hann sneri aftur til Santos í janúar 2025, voru átta mörk hans í deildinni, þar af fjögur í lokaumferðunum, mikilvæg fyrir liðið til að forðast fall.

Gabigol og Neymar spiluðu stuttlega saman hjá Santos í upphafi ferils síns og voru báðir í hópum Brasilíu sem unnu gull á Ólympíuleikunum 2016 og lentu í öðru sæti á Copa America 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×