Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar 11. janúar 2026 16:02 Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Og þegar greining loksins liggur fyrir blasir oft við algjört úrræðaleysi. Þetta er ekki barnvænt kerfi Börn eiga að fá þá aðstoð sem þau þurfa í sínu daglega umhverfi, þar sem þau læra, leika sér og eiga samskipti. Þau eiga ekki að þurfa að bíða endalaust eftir því að „passa inn í kerfið“ áður en þau fá stuðning. Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að hrjá barn, þá þarf að bregðast við strax. Snemmtæk íhlutun er mikið notað hugtak, en of sjaldan raunveruleg framkvæmd. Hún snýst um að takast á við vandann í upphafi, áður en hann vex og verður erfiðari viðureignar. Hún snýst um að koma í veg fyrir að eldur kvikni, í stað þess að vera stöðugt að reyna að slökkva hann. Til þess þarf fjölbreyttara fagfólk inn í skólana Það er fásinna að börn þurfi að fara út úr skólanum til að fá þjónustu iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings eða annarra sérfræðinga. Börn eru þá sett í aðstæður sem eru þeim framandi, læra þar eitthvað sem þau eiga síðan að yfirfæra yfir í sitt eigið umhverfi sem er alls ekki sjálfgefið að takist, sérstaklega þegar um börn er að ræða sem glíma við áskoranir. Þessir sérfræðingar þurfa að vera hluti af skólakerfinu, vinna þar sem barnið er statt og sjá barnið í raunverulegum aðstæðum þess: í kennslustundum, í frímínútum, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Þar liggur lykillinn að árangursríkri aðstoð. En það dugar ekki að setja sérfræðinga bara inn í skólana, það þarf líka að tryggja samvinnu. Iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, kennarar og foreldrar þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði með barnið. Stuðningur sem er sundurlaus, ósamræmdur og byggður á biðlistum þjónar engum. Við þurfum skólakerfi sem getur sinnt öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, innan sama ramma. Aðgreining á grundvelli úrræðaleysis er ekki lausn heldur er hún er merki um kerfi sem ræður ekki við fjölbreytileikann sem er eðlilegur hluti af mannlegu samfélagi. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykillinn. Og þær verða ekki til af sjálfu sér. Þær verða til þegar við fjárfestum í fagfólki á borð við þá sem að ofan eru taldir til að starfa með kennurum í nærsamfélagi barnsins. Fólki sem getur greint þarfir snemma, stutt barnið þar sem það er statt og hjálpað því að ná tökum á áskorunum áður en þær verða yfirþyrmandi. Skólakerfið á ekki að vera staður þar sem vandamál safnast upp. Það á að vera staður þar sem þau eru leyst snemma, faglega og með velferð barnsins í forgangi. Með mína iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku og að börnin okkar fái strax þá aðstoð sem þau þurfa en ekki eftir einhver ár. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi og þriggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Skólakerfið á að vera staður þar sem öll börn fá að blómstra. Samt sjáum við allt of oft að börn sem þurfa stuðning fá hann ekki, ekki strax, ekki nægilega og ekki í sínu eigin umhverfi. Í stað þess er beðið mánuðum og jafnvel árum saman eftir greiningum. Og þegar greining loksins liggur fyrir blasir oft við algjört úrræðaleysi. Þetta er ekki barnvænt kerfi Börn eiga að fá þá aðstoð sem þau þurfa í sínu daglega umhverfi, þar sem þau læra, leika sér og eiga samskipti. Þau eiga ekki að þurfa að bíða endalaust eftir því að „passa inn í kerfið“ áður en þau fá stuðning. Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að hrjá barn, þá þarf að bregðast við strax. Snemmtæk íhlutun er mikið notað hugtak, en of sjaldan raunveruleg framkvæmd. Hún snýst um að takast á við vandann í upphafi, áður en hann vex og verður erfiðari viðureignar. Hún snýst um að koma í veg fyrir að eldur kvikni, í stað þess að vera stöðugt að reyna að slökkva hann. Til þess þarf fjölbreyttara fagfólk inn í skólana Það er fásinna að börn þurfi að fara út úr skólanum til að fá þjónustu iðjuþjálfa, talmeinafræðings, sálfræðings eða annarra sérfræðinga. Börn eru þá sett í aðstæður sem eru þeim framandi, læra þar eitthvað sem þau eiga síðan að yfirfæra yfir í sitt eigið umhverfi sem er alls ekki sjálfgefið að takist, sérstaklega þegar um börn er að ræða sem glíma við áskoranir. Þessir sérfræðingar þurfa að vera hluti af skólakerfinu, vinna þar sem barnið er statt og sjá barnið í raunverulegum aðstæðum þess: í kennslustundum, í frímínútum, í samskiptum við önnur börn og fullorðna. Þar liggur lykillinn að árangursríkri aðstoð. En það dugar ekki að setja sérfræðinga bara inn í skólana, það þarf líka að tryggja samvinnu. Iðjuþjálfar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, kennarar og foreldrar þurfa að vinna saman að sameiginlegu markmiði með barnið. Stuðningur sem er sundurlaus, ósamræmdur og byggður á biðlistum þjónar engum. Við þurfum skólakerfi sem getur sinnt öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, innan sama ramma. Aðgreining á grundvelli úrræðaleysis er ekki lausn heldur er hún er merki um kerfi sem ræður ekki við fjölbreytileikann sem er eðlilegur hluti af mannlegu samfélagi. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru lykillinn. Og þær verða ekki til af sjálfu sér. Þær verða til þegar við fjárfestum í fagfólki á borð við þá sem að ofan eru taldir til að starfa með kennurum í nærsamfélagi barnsins. Fólki sem getur greint þarfir snemma, stutt barnið þar sem það er statt og hjálpað því að ná tökum á áskorunum áður en þær verða yfirþyrmandi. Skólakerfið á ekki að vera staður þar sem vandamál safnast upp. Það á að vera staður þar sem þau eru leyst snemma, faglega og með velferð barnsins í forgangi. Með mína iðjuþjálfa- og jafnaðarmannasýn á samfélagið hef ég ákveðið að bjóða mig fram í 4. til 6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir næstu borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Ég geri það í þeirri trú að við getum skapað samfélag þar sem allir fá raunveruleg tækifæri til þátttöku og að börnin okkar fái strax þá aðstoð sem þau þurfa en ekki eftir einhver ár. Allir þeir sem eru skráðir í Samfylkinguna og búa í Reykjavík geta kosið þann 24. janúar næstkomandi. Höfundur er iðjuþjálfi og þriggja barna móðir.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun