Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar 10. janúar 2026 09:02 Það er ákveðin þreyta í samtímanum sem erfitt er að festa fingur á. Hún birtist ekki endilega sem sinnuleysi heldur sem pirringur, varnarviðbrögð og stuttur þráður gagnvart öllu sem krefst athygli. Umræðan er hávær, hugtökin mörg og kröfurnar eru sífellt að breytast. Fólk upplifir sig oft í stöðu þar sem það þarf annaðhvort að taka skýra afstöðu eða draga sig í hlé. Í slíku ástandi verður auðvelt að loka sig af, ekki endilega af því að maður vill ekki taka þátt heldur einfaldlega vegna þess að maður er orðinn úrvinda. Þessi þreyta snertir umræðu um karlmennsku sérstaklega. Karlmennska hefur lengi verið sett fram sem eitthvað sem þarf að útskýra, leiðrétta eða endurhugsa. Hún er dregin fram í dagsljósið, sundurliðuð og sett í samhengi við ný hugtök sem eiga að skýra hvað sé æskilegt og hvað ekki. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að skoða hlutina gagnrýnið. Vandinn skapast hins vegar þegar umræðan verður svo hugtakamiðuð að hún fjarlægist lífið sjálft. Þá verður karlmennska ekki lengur eitthvað sem birtist í gjörðum og viðbrögðum, heldur eitthvað sem menn finna að þeir þurfi stöðugt að réttlæta eða verja. Sama má segja um umræðu um réttlæti og samúð. Hugtakið woke hefur orðið að eins konar samheiti yfir allt sem fólk upplifir sem íþyngjandi í samtímanum. Það er notað til að lýsa kröfum, áminningum og gagnrýni sem margir upplifa að þeir hafi hvorki beðið um né hafi orku til að mæta. Í þeirri mynd er woke ekki lengur tengt árvekni heldur þreytu. Ekki vakningu, heldur andvöku. Það sem þessi tvö hugtök eiga sameiginlegt er ekki hugmyndafræði, heldur varnarástand. Annars vegar er það karlmaður sem upplifir að hann sé stöðugt metinn út frá skilgreiningum sem hann skilur ekki til fulls og fer í vörn. Og svo er það hins vegar samfélag sem upplifir að það sé stöðugt krafið um viðbrögð við óréttlæti sem það hefur ekki verkfæri til að vinna úr og fer í vörn. Varnarástandið birtist oft sem tortryggni gagnvart hugtökum. Menn hætta að hlusta, ekki vegna þess að þeir séu ósammála, heldur vegna þess að þeir upplifa að hvert orð kalli á nýja skyldu. Samúð verður verkefni og viðkvæmni verður krafa. Og ábyrgð verður eitthvað sem virðist alltaf eiga við aðra, aldrei okkur sjálf á eigin forsendum. Í slíkum aðstæðum verður auðvelt að hafna öllum pakkanum. Ekki af því að maður hafni mannlegum gildum, heldur af því að maður þolir ekki stöðugu spennuna sem fylgir hverju nýju orði. Þetta er staða sem margir karlmenn kannast við í nánum samskiptum. Þegar krafist er tilfinningalegrar nærveru án þess að leyfa óvissu, ótta eða ófullkomleika, missir nærveran mannlegt eðli sitt og verður að kröfu. Karlmaðurinn lærir þá annaðhvort að standast væntingarnar eða loka sig af. Sama gerist í samfélagsumræðu þegar fólk upplifir að það þurfi annaðhvort að hafa rétt fyrir sér eða þegja. Hvorugt stuðlar að raunverulegri ábyrgð. Raunveruleg ábyrgð verður nefnilega ekki til í hugtökum. Hún verður til í viðbrögðum. Í því hvernig maður bregst við þegar maður skilur hlutina ekki alveg strax, hvort maður þoli að sitja með óþægindi án þess að láta þau breytast í reiði eða hæðni. Að vera vakandi er ekki að hafa svör við öllu, heldur að vera tilbúinn að hlusta án þess að fara strax í vörn. Það er krefjandi staða, sérstaklega fyrir þá sem hafa alist upp við að mæta kröfum með sjálfsstjórn og þögn eins og ég. Drengir læra þessi viðbrögð snemma, ekki af fræðigreinum eða samfélagsumræðu, heldur af því sem þeir sjá í viðbrögðum fullorðinna karlmanna. Þeir taka eftir því þegar við forðumst erfið samtöl, gerum lítið úr samúð eða svörum kröfum með kaldhæðni. Líka þegar við stöndum kyrr í óvissu, viðurkennum að við vitum ekki allt og sýnum að ábyrgð felst ekki í því að vera ósnertanlegur, heldur í því að vera til staðar. Þess vegna þurfa drengirnir okkar ekki fleiri fyrirlestra um rétta hegðun. Þeir þurfa karlmenn sem þora að vera til staðar, feður og kennara sem mæta erfiðum samtölum með ró, viðurkenna mistök án þess að brotna og sýna að ábyrgð er stolt en ekki byrði. Við kennum þeim mest þegar við sýnum að það þarf meiri kjark til að opna sig en að loka sig af og það er í þessari kyrrlátu ábyrgð sem framtíðin mótast. Í þessu samhengi verður umræðan um woke og karlmennsku áhugaverðari, þegar hún færist úr skotgröfum yfir í mannlegt samhengi. Þá snýst hún ekki lengur um hvort hugtök séu rétt eða röng, heldur um hvernig við bregðumst við þegar okkur er boðið að vera vakandi. Sumir bregðast við með opnum huga, aðrir með þrjósku eða þreytu. Hvorugt skilgreinir manneskjuna, en viðbrögðin móta menninguna. Kannski er vandinn ekki sá að karlar vilji ekki axla ábyrgð eða að samfélagið vilji ekki réttlæti. Ég tel að við höfum hætt að líta á karlmennsku og réttlæti sem eitthvað sem þróast, lærist og mótast með tímanum og farið að meðhöndla þau sem hugmyndir sem fólk upplifir að það þurfi stöðugt að taka afstöðu til, með eða á móti. Ábyrgð er ekki eitthvað sem maður „hefur“, heldur eitthvað sem vex innra með manni með árunum. Og karlmennska er ekki svar, heldur viðbragð í aðstæðum sem breytast. Í stað þess að spyrja hvort karlar séu orðnir „of varnarlausir“ eða samfélagið „of woke“, gætum við spurt einfaldari spurninga. Hvernig búum við til rými þar sem fólk má vera vakandi án þess að brenna út? Hvernig kennum við drengjum að ábyrgð felist ekki í hörku, heldur í stöðugleika? Hvernig sýnum við að styrkur felst ekki í því að loka sig af, heldur í því að þola að vera ósammála um stund? Kannski þurfum við ekki ný hugtök til að svara þessu. Kannski þurfum við bara að hægja örlítið á, bæði í umræðunni og í viðbrögðum okkar. Þreyta er ekki merki um siðferðisbrest, heldur merki um að eitthvað krefst nýrrar nálgunar. Ef við getum viðurkennt andvökuna án þess að festa okkur í henni, gæti verið mögulegt að vakna með meiri yfirvegun. Karlmennska framtíðarinnar mun ekki birtast í nýrri skilgreiningu. Hún mun birtast í því hvernig fullorðnir karlar mæta kröfum um samúð án þess að fara í vörn. Í því hvernig þeir standa við mörk sín án þess að loka á aðra. Og í því hvernig þeir sýna drengjum að það er í lagi að vera vakandi, þ.e. opinn, hlustandi og til staðar, jafnvel þegar það er óþægilegt, svo lengi sem maður gleymir ekki að hvíla sig á leiðinni. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er ákveðin þreyta í samtímanum sem erfitt er að festa fingur á. Hún birtist ekki endilega sem sinnuleysi heldur sem pirringur, varnarviðbrögð og stuttur þráður gagnvart öllu sem krefst athygli. Umræðan er hávær, hugtökin mörg og kröfurnar eru sífellt að breytast. Fólk upplifir sig oft í stöðu þar sem það þarf annaðhvort að taka skýra afstöðu eða draga sig í hlé. Í slíku ástandi verður auðvelt að loka sig af, ekki endilega af því að maður vill ekki taka þátt heldur einfaldlega vegna þess að maður er orðinn úrvinda. Þessi þreyta snertir umræðu um karlmennsku sérstaklega. Karlmennska hefur lengi verið sett fram sem eitthvað sem þarf að útskýra, leiðrétta eða endurhugsa. Hún er dregin fram í dagsljósið, sundurliðuð og sett í samhengi við ný hugtök sem eiga að skýra hvað sé æskilegt og hvað ekki. Í sjálfu sér er ekkert athugavert við að skoða hlutina gagnrýnið. Vandinn skapast hins vegar þegar umræðan verður svo hugtakamiðuð að hún fjarlægist lífið sjálft. Þá verður karlmennska ekki lengur eitthvað sem birtist í gjörðum og viðbrögðum, heldur eitthvað sem menn finna að þeir þurfi stöðugt að réttlæta eða verja. Sama má segja um umræðu um réttlæti og samúð. Hugtakið woke hefur orðið að eins konar samheiti yfir allt sem fólk upplifir sem íþyngjandi í samtímanum. Það er notað til að lýsa kröfum, áminningum og gagnrýni sem margir upplifa að þeir hafi hvorki beðið um né hafi orku til að mæta. Í þeirri mynd er woke ekki lengur tengt árvekni heldur þreytu. Ekki vakningu, heldur andvöku. Það sem þessi tvö hugtök eiga sameiginlegt er ekki hugmyndafræði, heldur varnarástand. Annars vegar er það karlmaður sem upplifir að hann sé stöðugt metinn út frá skilgreiningum sem hann skilur ekki til fulls og fer í vörn. Og svo er það hins vegar samfélag sem upplifir að það sé stöðugt krafið um viðbrögð við óréttlæti sem það hefur ekki verkfæri til að vinna úr og fer í vörn. Varnarástandið birtist oft sem tortryggni gagnvart hugtökum. Menn hætta að hlusta, ekki vegna þess að þeir séu ósammála, heldur vegna þess að þeir upplifa að hvert orð kalli á nýja skyldu. Samúð verður verkefni og viðkvæmni verður krafa. Og ábyrgð verður eitthvað sem virðist alltaf eiga við aðra, aldrei okkur sjálf á eigin forsendum. Í slíkum aðstæðum verður auðvelt að hafna öllum pakkanum. Ekki af því að maður hafni mannlegum gildum, heldur af því að maður þolir ekki stöðugu spennuna sem fylgir hverju nýju orði. Þetta er staða sem margir karlmenn kannast við í nánum samskiptum. Þegar krafist er tilfinningalegrar nærveru án þess að leyfa óvissu, ótta eða ófullkomleika, missir nærveran mannlegt eðli sitt og verður að kröfu. Karlmaðurinn lærir þá annaðhvort að standast væntingarnar eða loka sig af. Sama gerist í samfélagsumræðu þegar fólk upplifir að það þurfi annaðhvort að hafa rétt fyrir sér eða þegja. Hvorugt stuðlar að raunverulegri ábyrgð. Raunveruleg ábyrgð verður nefnilega ekki til í hugtökum. Hún verður til í viðbrögðum. Í því hvernig maður bregst við þegar maður skilur hlutina ekki alveg strax, hvort maður þoli að sitja með óþægindi án þess að láta þau breytast í reiði eða hæðni. Að vera vakandi er ekki að hafa svör við öllu, heldur að vera tilbúinn að hlusta án þess að fara strax í vörn. Það er krefjandi staða, sérstaklega fyrir þá sem hafa alist upp við að mæta kröfum með sjálfsstjórn og þögn eins og ég. Drengir læra þessi viðbrögð snemma, ekki af fræðigreinum eða samfélagsumræðu, heldur af því sem þeir sjá í viðbrögðum fullorðinna karlmanna. Þeir taka eftir því þegar við forðumst erfið samtöl, gerum lítið úr samúð eða svörum kröfum með kaldhæðni. Líka þegar við stöndum kyrr í óvissu, viðurkennum að við vitum ekki allt og sýnum að ábyrgð felst ekki í því að vera ósnertanlegur, heldur í því að vera til staðar. Þess vegna þurfa drengirnir okkar ekki fleiri fyrirlestra um rétta hegðun. Þeir þurfa karlmenn sem þora að vera til staðar, feður og kennara sem mæta erfiðum samtölum með ró, viðurkenna mistök án þess að brotna og sýna að ábyrgð er stolt en ekki byrði. Við kennum þeim mest þegar við sýnum að það þarf meiri kjark til að opna sig en að loka sig af og það er í þessari kyrrlátu ábyrgð sem framtíðin mótast. Í þessu samhengi verður umræðan um woke og karlmennsku áhugaverðari, þegar hún færist úr skotgröfum yfir í mannlegt samhengi. Þá snýst hún ekki lengur um hvort hugtök séu rétt eða röng, heldur um hvernig við bregðumst við þegar okkur er boðið að vera vakandi. Sumir bregðast við með opnum huga, aðrir með þrjósku eða þreytu. Hvorugt skilgreinir manneskjuna, en viðbrögðin móta menninguna. Kannski er vandinn ekki sá að karlar vilji ekki axla ábyrgð eða að samfélagið vilji ekki réttlæti. Ég tel að við höfum hætt að líta á karlmennsku og réttlæti sem eitthvað sem þróast, lærist og mótast með tímanum og farið að meðhöndla þau sem hugmyndir sem fólk upplifir að það þurfi stöðugt að taka afstöðu til, með eða á móti. Ábyrgð er ekki eitthvað sem maður „hefur“, heldur eitthvað sem vex innra með manni með árunum. Og karlmennska er ekki svar, heldur viðbragð í aðstæðum sem breytast. Í stað þess að spyrja hvort karlar séu orðnir „of varnarlausir“ eða samfélagið „of woke“, gætum við spurt einfaldari spurninga. Hvernig búum við til rými þar sem fólk má vera vakandi án þess að brenna út? Hvernig kennum við drengjum að ábyrgð felist ekki í hörku, heldur í stöðugleika? Hvernig sýnum við að styrkur felst ekki í því að loka sig af, heldur í því að þola að vera ósammála um stund? Kannski þurfum við ekki ný hugtök til að svara þessu. Kannski þurfum við bara að hægja örlítið á, bæði í umræðunni og í viðbrögðum okkar. Þreyta er ekki merki um siðferðisbrest, heldur merki um að eitthvað krefst nýrrar nálgunar. Ef við getum viðurkennt andvökuna án þess að festa okkur í henni, gæti verið mögulegt að vakna með meiri yfirvegun. Karlmennska framtíðarinnar mun ekki birtast í nýrri skilgreiningu. Hún mun birtast í því hvernig fullorðnir karlar mæta kröfum um samúð án þess að fara í vörn. Í því hvernig þeir standa við mörk sín án þess að loka á aðra. Og í því hvernig þeir sýna drengjum að það er í lagi að vera vakandi, þ.e. opinn, hlustandi og til staðar, jafnvel þegar það er óþægilegt, svo lengi sem maður gleymir ekki að hvíla sig á leiðinni. Höfundur er mannvinur og kennari
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun