Enski boltinn

Vand­ræða­legt víti: „Hvað var þetta?“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Le Fée tók spyrnu að sið Antonins Panenka, með ekkert sérlega vænlegum árangri.
Le Fée tók spyrnu að sið Antonins Panenka, með ekkert sérlega vænlegum árangri. Ian Horrocks/Sunderland AFC via Getty Images

Enzo Le Fée, leikmaður Sunderland, vill líklega seint sjá endursýningu af vítaspyrnu sinni í 3-0 tapi fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var eðlilega flóttalegur eftir skelfilega slaka spyrnu.

Sunderland þurfti að þola þungt 3-0 tap í Lundúnum í gærkvöld en leikurinn hefði hæglega getað farið öðruvísi. Sunderland fékk víti þegar um stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleik í stöðunni 1-0.

Le Fée steig á punktinn og hafði tækifæri til að jafna leikinn af punktinum en spyrna hans vægast sagt agaleg. Hann tók spyrnuna að sið Tékkans Antonin Panenka og vippaði boltanum á beint markið.

Caoimhin Kelleher, markvörður Brentford, las hann, stóð kyrr og greip boltann. Eftir stóð Le Fée heldur skömmustulegur.

Klippa: Vandræðalega lélegt víti Le Fée

„Hvað var þetta?“ æpti enskur lýsandi leiksins, eðlilega.

Fimm mínútum síðar skoraði Igor Thiago annað mark Brentford og Úkraínumaðurinn Yehor Yarmoliuk innsiglaði svo 3-0 sigur liðsins.

Kelleher bætti þá einni vítaspyrnuvörslu við sína góðu tölfræði. Hann hefur varið fjórar af sex vítaspyrnum sem hann hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×