Íslenski boltinn

Skipu­lags­breytingar á skrif­stofu KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands en skipurit sambandsins hefur nú tekið talsverðum breytingum.
Þorvaldur Örlygsson er formaður Knattspyrnusambands Íslands en skipurit sambandsins hefur nú tekið talsverðum breytingum. Vísir/Einar

Knattspyrnusamband Íslands hefur nú gert miklar skipulagsbreytingar á skrifstofu sambandsins en þær gengu í gegn nú við áramót.

Síðustu mánuði hefur verið unnið að skipurits- og skipulagsbreytingum á skrifstofu KSÍ samkvæmt frétt á heimasíðu knattspyrnusambandsins og hafa þær breytingar nú verið innleiddar. 

Á meðal helstu breytinga má nefna sameiningu sviða/deilda og ný heiti sviða auk tilfærslu verkefna.

Markaðssvið og samskiptadeild sameinast í nýtt markaðssvið. Fræðsludeild færist undir afrekssvið, sem áður hét knattspyrnusvið. 

Nýtt fjármálasvið er myndað, innanlandssvið heitir nú mótasvið og yfirstjórn Laugardalsvallar færist undir framkvæmdastjóra.

Eysteinn Pétur Lárusson er framkvæmdastjóri sambandsins. Bryndís Einarsdóttir er sviðsstjóri Fjármálasviðs, Birkir Sveinsson er sviðsstjóri Mótasviðs, Jörundur Áki Sveinsson er sviðsstjóri Afrekssviðs og Ómar Smárason er sviðsstjóri Markaðssviðs. Kristinn V. Jóhannsson er vallarstjóri Laugardalsvallar.

Nýtt skipurit má sjá hér að neðan. Markmið breytinganna er að einfalda heildarskipulag og skerpa á og styrkja ákvarðanatöku á skrifstofu eins og kemur fram í umræddri frétt á heimasíðu KSÍ.

Skipurit Knattspyrnusambands Íslands frá og með janúar 2026.KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×