Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. janúar 2026 11:47 Það var nóg að gera hjá áhöfninni á TF-GRÓ, þyrlu Landhelgisgæslunnar síðastliðinn sólarhring. Vísir/Vilhelm Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti alls fjórum útköllum á sunnudaginn, en það gerist sjaldan að sveitin sé kölluð svo oft til innan sama sólarhringsins. Þyrla sveitarinnar var send á vettvang í kjölfar umferðarslys, til að sækja slasaðan skipverja og í tvígang vegna veikinda. Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en þar segir að það gerist nokkrum sinnum á ári að þyrlusveitin sinni fjórum útköllum sama daginn. Fyrsta útkallið barst á fjórða tímanum, aðfararnótt sunnudags, eftir bílveltu á Svínadal í Dölum. Gró þyrla gæslunnar lenti á Kambsnesi, skammt sunnan við Búðardal, þar sem hún sótti tvo unga menn sem hafði verið ekið þangað til móts við þyrluna eftir slysið. Þeir voru báðir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, en sá þriðji sem var einnig í bílnum hafði verið keyrður til Reykjavíkur með sjúkrabíl. „Um leið og þyrlan lenti í Reykjavík, laust eftir klukkan fimm um morguninn, hófst undirbúningur fyrir næsta útkall. Skipstjóri íslensks fiskiskips, sem statt var um 75 sjómílur vestur af Garðskaga, hafði óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna skipverja um borð sem hafði slasast á hendi,“ segir um næsta verkefni í færslu Landhelgisgæslunnar. „Áhöfn þyrlunnar skipti því yfir í sjógalla og tók eldsneyti áður en tekið var á loft að nýju. Sigmaður þyrlunnar fór um borð í skipið og undirbjó manninn fyrir hífingu, sem gekk vel. Flogið var með hann á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og flutti á Landspítalann.“ Það var svo síðdegis í gær og í gærkvöld sem þyrlusveitin var kölluð út í tvígang vegna bráðra veikinda á Snæfellsnesi. Fyrra útkallið barst á sjötta tímanum í gær og það síðara laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. „Í bæði skiptin flaug þyrlan að Vegamótum þar sem sjúkrabíll beið á planinu austan Vatnaleiðarvegar og var sjúklingunum komið undir læknishendur í Reykjavík.“ Landhelgisgæslan Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira
Landhelgisgæslan greinir frá þessu í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en þar segir að það gerist nokkrum sinnum á ári að þyrlusveitin sinni fjórum útköllum sama daginn. Fyrsta útkallið barst á fjórða tímanum, aðfararnótt sunnudags, eftir bílveltu á Svínadal í Dölum. Gró þyrla gæslunnar lenti á Kambsnesi, skammt sunnan við Búðardal, þar sem hún sótti tvo unga menn sem hafði verið ekið þangað til móts við þyrluna eftir slysið. Þeir voru báðir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, en sá þriðji sem var einnig í bílnum hafði verið keyrður til Reykjavíkur með sjúkrabíl. „Um leið og þyrlan lenti í Reykjavík, laust eftir klukkan fimm um morguninn, hófst undirbúningur fyrir næsta útkall. Skipstjóri íslensks fiskiskips, sem statt var um 75 sjómílur vestur af Garðskaga, hafði óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar vegna skipverja um borð sem hafði slasast á hendi,“ segir um næsta verkefni í færslu Landhelgisgæslunnar. „Áhöfn þyrlunnar skipti því yfir í sjógalla og tók eldsneyti áður en tekið var á loft að nýju. Sigmaður þyrlunnar fór um borð í skipið og undirbjó manninn fyrir hífingu, sem gekk vel. Flogið var með hann á Reykjavíkurflugvöll þar sem sjúkrabíll beið og flutti á Landspítalann.“ Það var svo síðdegis í gær og í gærkvöld sem þyrlusveitin var kölluð út í tvígang vegna bráðra veikinda á Snæfellsnesi. Fyrra útkallið barst á sjötta tímanum í gær og það síðara laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. „Í bæði skiptin flaug þyrlan að Vegamótum þar sem sjúkrabíll beið á planinu austan Vatnaleiðarvegar og var sjúklingunum komið undir læknishendur í Reykjavík.“
Landhelgisgæslan Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Sjá meira