Enski boltinn

Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti

Sindri Sverrisson skrifar
Enzo Fernandez fagnar jöfnunarmarkinu gegn Manchester City.
Enzo Fernandez fagnar jöfnunarmarkinu gegn Manchester City. Getty/Shaun Botterill

Það var nóg um að vera í enska boltanum um helgina og nú má sjá öll mörkin úr tuttugustu umferðinni á Vísi.

Í uppgjörinu hér að neðan má meðal annars sjá stórkostlegt jöfnunarmark Harrison Reed fyrir Fulham sem náði þar með í stig gegn Liverpool þrátt fyrir að Cody Gakpo skoraði í uppbótartíma.

Matheus Cunha skoraði eina mark Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Leeds en Arsenal styrkti stöðu sína á toppnum með 3-2 sigri á Bournemouth, þar sem Declan Rice skoraði tvennu.

Manchester City og Chelsea gerðu svo 1-1 jafntefli í stórleik umferðarinnar, þar sem Enzo Fernández kom boltanum yfir línuna í annarri tilraun á fjórðu mínútu uppbótartíma.

Öll mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Öll mörkin úr tuttugustu umferð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×